- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
272

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

272

TJM STURLUNGU.

um og hver önnur munnmæli, og að sögum vorum getur skjátlazt,
og er Áróns saga þó færð í letur að eins tæpum hundrað áruro
síðar, enn sagan gerðist. Hvernig geta menn þá fulltreyst því,
að hvert smáatriði sje rjett hermt í þeim sögum, sem hafa
geymzt í munnmælum í 2 eða 3 aldir, áður enn þær vóru
skráðar? Hins vegar er Áróns saga í heild sinni ljós sönnun
fyrir því, að íslenzkar sögusagnir geyma trúlega meginatriði
við-burðanna. Henni ber nákvæmlega saman við íslendinga sögu
um öll hin helztu æflatriði Áróns og sumstaðar er samhljóðunin
rjett að kalla orðrjett, eins og jeg hef sj’nt fram á hjer að
framan. f>að er því jafnrangt að skoða sögur vorar sem
skáld-sögur (»rómana«) eins og að skoða þær sem óskeikular.
Sann-leikurinn liggur bjer sem víða annars staðar — í miðjunni.

9. þáttur.

Um bisknpssögnr Guömnndar bins góöa og aístööu þeirra við
íslcndinga sögu og Stnrlungnsafnið.

I. liesensbóli.

í kaflanum um prestsögu Guðmundar liins góða hef jeg
sýnt, að prestsagan í Resensbók er samsuða af prestsögu
Lamb-kárs, íslendinga sögu Sturlu og — að því er einn kafla snertir
— af Hrafns sögu. Ekkert er það í prestsögu Resensbókar, er
sanni, að höfundur þessarar samsuðu hafi haft fyrir sjer
Sturl-ungusafnið, eins og það nú liggur fyrir. Vjer hverfum nú að
biskupssögu Guðmundar, eins og liún er í Resensbók og spyrjum:
Er biskupssagan í Resensbók eldri enn íslendinga saga Sturlu?
Eða er hún yngri enn Islendinga saga, enn aftur eldri enn
Sturl-ungusafnið? Eða er hún yngri enn Sturlungusafnið? f>essum
spurningum munum vjer nú reyna að svara.

Fyrstu spurniugunni er að vísu þegar búið að svara i
kafl-anum um prestsögu Guðmundar. J>ar var sýnt, að Resensbók
hefur ýmsa kafla úr Íslendinga sögu, sem nljóta að vera
upp-liaflegir í íslendinga sögu, enn koma að sumu leyti í bága við
prestsöguna i Resensbók og hljóta því að vera teknir eftir
ís-lendinga sögu. J>að er því fullsannað, að höfundur prestsögu
sam-suðunnar í Resensbók hefur hjer haft fyrir sjer íslendinga sögu,
og hlýtur þá einnig biskupssagan í Resensbók að vera yngri enn

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0282.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free