- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
284

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

284

TJM STURLUNGU.

um skipt fyrir sunnan heiði, at hann skyldi eigi lifa«. Hjer er
enginn orðamunur við í nýju útg., og sje það svo, að >sunnan«
standi hjer í handritunum, þá hefur Resensbók hjer rjettari
texta. par stendur »fyrir norðan land« í stað orðanna ffyriv
sunnan heiði«. Enn í hinni eldri útg. Sturl. stendur hjer: »fyrir
norðan heiði«, og það hygg jeg sje rjettast.1 Tumi hafði ekki
haft nein áhrif á goðorðaskipun sunnanlands, enn það hlyti »fyrir
sunnan heiði« að þýða, ef rjett væri. Aftur á móti hafði
Sig-urðr Ormsson gefið Tuma þau goðorð, er hann átti í Eyjaíirði
og hafði fengið hjá porvaldi, syni Guðmundar dýra, og fór
Sig-hvatr faðir Tuma með þau goðorð.2 Sú heiði, sem hjer er talað
um, er auðvitað Öxnadalsheiði,3 og kemur það vel heim, að
Ein-ari skemming hafi verið sárt um goðorðaskipun þar nyrðra, því að
hann mun hafa verið Eyfirðingur; það sjest á því, að hann er
nefndur frændi Guðmundar biskups4 og var bróðir Hafrs
ráða-manns Hrafngilinga, sona Halls Kleppjárnssonar.5 Einarr hefur
því vafalaust verið vinur Hrafngilinga eins og bróðir hans, og
var þá eðlilegt, að honum sárnaði við Sighvat, því að það er
beinlinis sagt, að Hrafngilingum hafi þótt Sighvatr sitja mjög yfir
sæmdum þeim, er Hallr hafði haft, faðir þeirra.6 Og þar sem
nú Sighvatr hafði mannaforráð sitt frá Tuma, þá er auðskilið,
hvernig stendur á þessum tillögum Einars. Hjer er ekki víst,
að texti Resensbókar sje frumlegri enn Sturluugutextinn, þvi að
jeg er fyrir mitt leyti sannfærður um, að eldri útg. Sturl. hefur
hjer hið uppliaflega, enn það er aflagað í síðari útgáfunni. Enn
jeg tók þetta með til að benda á, að Resensbók styður hjer
þann texta, sem rjettur er.

í 81. kap. íslendinga sögu er sagt frá því, þegar
Hrafns-synir leituðu þjófaleit á mönnum biskups. Hjer stendur i Sturl.:
»í>eir (o: Hrafnssynir) fóru þá með biskupi, en áttu heima

1 Sturl.1 II, 66. bls. "I, 252. bls. Bisk. I, 519.-520. bls. Merkilegt
er, a3 miðsagan hefur hjer: >fyrir sunnan heiöi«, eins og hiu

siðari útg. Sturlungu (Bisk. I, 520. bls. 1. neðanmálgr.).

3 Sturl.1 I, 227. bls. 3 I, 213. bls. sbr. Sturl.2 II, 18. bls. 3 I, 226.
bls. Bisk. I, 504. hls.

3 Sturl.1 I, 227. bls. 11. 213. bls.: >Fyrir norðan Öxnadalsheiði áttu

þeir goðorð» o. s. frv.

4 Bisk. I, 518. hls.

6 Sturl.1 II, 66. bls. 3 1, 253. bls. Bisk. I, 522. bls.

6 SturL s. st.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0294.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free