- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
285

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

UM STCJRLUNGU.

285

með Kolbeini at Grenjaðarstöðum.1 Eesensbók sleppir þessari
grein, enda hefur Eggert Brím bent á, að þessi orð muni vera
inn-skotsgrein í Sturl. pau eru í mótsögn við það, sem Sturl. segir
síðar, að Kolbeinn Sighvatsson hafi gert bú á Grenjaðarstöðum
árið 1232 og Hrafnssynir þá ráðizt til hans.2 Hjer virðist
Besensbók því hafa varðveitt frumtexta Sturlu, enn safnandi
Sturlungu aflagað hann.

Af öllu því, sem nú hefur verið sagt, leiðir með knýjandi
nauðsyn, að höfundur Eesensbókartextans hefur i biskupssögunni
ekki haft fyrir sjer Sturlungusafnið, heldur hefur hann ausið af
sjálfri íslendinga sögu Sturlu ómengaðri, áður enu henni var
®teypt saman við aðrar sögur. |>ess vegna hefur Eesensbók mikla
Þýðingu fyrir spurninguna um, hvernig Sturlunga sje samsett og
til orðin.

Þessi niðurstaða kemur vel heim við aldur handritsins.
Guð-hrandur Vigfússon hjelt, að það væri skrifað á ofanverðri 18. öld
(1280—1300).8 Enn nær sanni hvgg jeg vera, að það sje skrifað

1300, eins og Kr. Kálund heldur,4 eða nokkru síðar. Guðbr.
Vigfússon hefur og í Sturlunguútg. sinni fært aldurstakmarkið
niður á við, og segir hann þar, að sama hönd sje á Eesensbók
°g sumu í hinu elzta Sturlunguhandriti, 122 A fol., sem hann
telur ritað um 1320, enn Kálund á fyrri helmingi 14. aldar,6 og
heldur Guðbrandur, að Eesensbók sje þó fyr skrifuð enn 122 A.
Enn hvað sem um það er, þá er það víst, að handritið ber það
sJálft með sjer, að skrifarinn hefur hvorki skrifað eftir 122A nje
^aft hliðsjón af því. Aftur á móti hefur hann gert útdrátt úr
Aróns sögu, eins og áður er ávikið, enn í þættinum um Áróns
s8gu hef jeg sýnt, að þessi saga muni ekki vera samin fyrr enn
^ öndverðri 14. öld. Ef þetta er rjett, getur Eesensbók varla
verið eldri enn frá árinu 1320 eða þar um bil. Frumrit hennar,
hin elzta Guðmundarsaga, sem bæði Eesensbók og »miðsagan«
eru kynjaðar frá, hefur líklega verið talsvert eldri, og þykir mjer
sennilegt, að hún sje samin litlu eftir daga Sturlu, á tveim síð-

| Sturl.J I, 117. bls. 2I, 293. bls.
2 Sturl.1 II, 129. bls. 3 1, 303. bls.
] Bisk. I, LIV. bls.

5 Katal°g over den Arnam. hándskriftsamling I, 604. bls.
Sturl.2 I, clxxiii. Katalog over den Arnam. hándskriftsamling I, 83.
bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0295.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free