- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
388

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

388

DM STtJRLUNGU.

Sturlu, eins og enn standa i miðsögunni, enn hann virðist ekki
hafa neitt veður af því, að biskupssagan var ekki frá upphafi
sjálfstæð saga, heldur útdráttur úr stærra riti, íslendinga sögu
Sturlu. Vitnisburður Arngríms hefur þvi ekki aðra þýðingu enn
þá, að hann styður vottorð »miðsögunnar« um það, að Sturla
hafi ritað um Guðmund biskup, enn um íslendinga sögu fræðir
hann oss að öðru leyti ekki neitt.

4. Sama er að segja um hina tilvitnunina í Guðmundar
sögu Arngríms, i 76. kapítula. |>ar segir Arngrimr: »Hefir
þessi sami Sturla skrifat marga merkilega hluti af herra
Guð-mundi biskupu.1 fessi tilvitnun nefnir ekki íslendinga sögu á
nafn fremur enn hin, og virðist því eins og hún benda til þess,
að Arngrímr hafi ekki þekt biskupssöguna i sambandi við
ís-lendinga sögu, heldur að eins sem sjerstaka sögu, og eignað hana
Sturlu.

5. Merkilegasta tiivitnunm til íslendinga sögu er sú. sem
stendur i Sturlungu sjálfri í formála þeim, er handritin hafa, þar
sem mætast Sturlu saga og prestsaga Guðmundar. Af því að
formáli þessi hefur svo mikla þýðingu bæði fyrir sögu
Sturlungu-safnsins í heild sinni, og fyrir þá spurningu, sem hjer ræðir um,
hvort Sturla sje höfundur íslendinga sögu, þá set jeg hann hjer
orðrjettan:

»Margar sögur verða hér samtíða, ok má þó eigi allar senn
rita: Saga Thorlaks biskups ins helga ok Guðmundar ins góða
Arasonar, þar til er hann var vígðr til prestz. Saga
Guðmund-ar ins dýra hefzt þrem vetrum eptir andlát Sturlu, ok lýkr, þá
er Brandr biskup er andaðr, en Guðmundr inn góði er þá vigðr
til biskups. Saga Hrafns Sveinbjarnarsonar ok forvallz
Snorra-sonar er samtíða sögu Guðmundar ins góða, ok lykzt hón eptir
andlát Brandz biskups, svá sem Sturla f>órðarson segir í
íslend-inga sögu.2 Flestar allar sögur, þær er gerz höfðu á íslandi,
áðr Brandr biskup Sæmundarson andaðiz, vóru ritaðar, en þær
sögur, er síðan hafa gerzt, vóru litt ritaðar, áðr Sturla skáld
J>órðarson sagði fyrir Islendinga sögur.3 Ok hafði hann þar til

1 Bisk. II, 162. bls.

3 >íslendinga sögum» 122A.

3 122A raðar orðunum öðruvisi, á þessa leið: >Flestar allar sogor
þær er hér hafa gorz á Islandi vóru ritaðar, áðr Brandr biskup
Semundarson andaðiz. En þær sogor er síðan hafa gorz voru líW
ritaðar, áðr Sturli skalld þorðar son sagði fyrir Islendinga sogor«.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0398.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free