- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
477

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

tJM STURLUNGU.

477

og er bezt að tilgreina orð sögunnar: »En er þeir kómu á leið
um morguninn, var Sturla hljóðr. pórðr Hitnesingr spyrr, hví
bann væri svá hljóðr. IJarm lcvað sik dreymt hafa, at faðir

bans kom at hánum, ok Tcvazh hann spyrja hann tíðenda.....

’Prétt muntú hafa’, segir fórðr, ’sldpkvámu í Eyjafirði, ok er
þar á viðbjörn, er Böðvarr á, frændi okkarr, frá Stað, ok sagt
dýr þetta heldr ólmt’. ’En er ek vilda spyrja fleira, þá vaknaða
ek’. pórðr spurði, hvat hann hugði þann draum vera mundu.
Hann lzvazh görla vita, eðr ætla, at f>orgiIs Böðvarsson mundi
aunathvárt kominn við land, eðr koma allbrátt. £>eim þótti þetta
iíklegt.í< fað er nú auðsætt, að Sturla mundi aldrei hafa sagt
í’rá drauminum á þennau hátt, ef hanu væri höfuijdur sögunnar.
Hann mundi hafa slept öllu viðtalinu við f>órð, sém í rauninni
var óþarfi að skýra frá, og vafalaust hefði frásögnin þá orðið
einhvern veginn á þessa leið: »Sturlu dreymði í Geldingaholti,
at faðir hans kom at hánum o. s. frv., og ef til vill hefði hann
bætt við: »f>enna draum sagði Sturla fórði Hitnesingi um
morguninn eptir, er þeir vóru á leið komnir frá Geldingaholti«,
eða eitthvað þessu líkt. Aftur á móti er öll frásögnin eðlileg,
ef f>órðr er sögumaðurinn, því að hún er öll sögð frá sjónarmiði
bans. Jeg tel því víst, að J>órðr hafi sagt frá þessum viðburði.
sem engum var kunnugt um, nema Sturlu og honum. fví næst
heldur sagan áfram: »pá spurði pórðr (o: Hitnesingur) hví
hann (o: Sturla) hefði verit svá fár í Geldingaholti. Sturla segir:
’Því at mér var þar viðbjóðr við öllu, ok allt kom mér þar verr
at haldi, en veitt var. En eigi kemr mér þat at óvörum, þótt
eigi sé enn búit um skipti vár Eyjólfs’«. f>etta er og
auð-sjáanlega frásögn pórðar enn eigi Sturlu. |>órðr hefur með
frá-sögn þessari um viðtal þeirra Sturlu viljað sýna, hversu Sturla
var framsýnn og forspár, og er það allsendis óhugsandi, að Sturla
hefði sagt svo frá um sjálfan sig.1

Vjer skulum því næst taka annan viðburð, sem þeir eru
báðir við riðnir Sturla og f>órðr. f>að er aðför þeirra fjelaga,
Hrafns og Sturlu, að porgilsi, er haun gisti í Stafaholti hjá
Óláfi fórðarsyni föðurbróður sínum. Frásögnin um þetta er
bersýnilega ef’tir sjónarvott í liði forgils, og af sumum atvikum
er ljóst, að sögumaðurinn er enginn annar enn f>órðr Hitnesingur.
Sagan segir nákvæmlega frá, hvernig ástatt var i Stafaholti,

’ Sturl.’ III, 118. bls. 2II, 117. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0487.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free