- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
584

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

584

UM ÍSI.ENZK MANNANÖFN.

mannanöfnin Brandrún og Bran(d)þrúðr, sem eru þó fátíð, og
óviðkunnanieg. Ekkert samsett nafn af þessum stofni er nú
al-gengt meðal vor, nema Guðbrandr, en vert væri, að taka upp
aptr nöfnin Ásbrandr, Yalbrandr, £>orbrandr, sem bæði eru
þjóð-leg og gerðarleg. I þýzkum mállýzkum eru ýms nöfn af sama
stofni, t. d. Ansprant (Ansbrand), Liutprant (Liutprand,
Ljóð-brandr), Hildebrant o. s. frv. Thankbrant (Dankbrand) hefir
heitið hinn alkunni kristniboði hér á landi, er forfeðr vorir
köll-uðu þangbrand, eptir þýzkum framburði, en réttara hefði verið
að kalla hann pakkbrand (sbr. pakkráðr í Völ.kv. == Thankred,
Dankrat).

19. Bryn- (og Brynj-) finst opt sem forliðr í samsettum
mannanöfnum, og kemr þýðing þess orðstofns fram í orðunum
brynja, brynhosa, brynþing o. s. frv., og er auðsætt, að nöfn
þessi eru nátengd hernaði og vopnaburði. Brynjólfr er algengt
nafn enn í dag, en önnur nöfn af stofni þessum eru nú fátíð,
svo sem kvennanöfnin Bryngerðr og Brynhildr (á þ. Brunihild
eða Brunehild). í forneskjusögum finst og Brynjarr (brynjaðr
hermaðr) — hefir enda tíðkast hér (sjá Árt. 39) — og
Bryn-leifr er myndað á þessari öld (af Gísla sagnaþul Konráðssyni).
011 þessi nöfn eru falleg og þjóðleg, og ættu að vera algengari
en þau eru.

20. Búi var stundum haft sem mannsnafn í fornöld, eu
nú sjaldhaft og þýðir það s. s. bóndi (sá sem býr, búandmaðr).
Búi hinn digri (Jómsvík.) er hinn fj’rsti maðr, er vér þekkjum
með því nafni, og mun það hafa verið algengara með Dönum
og Svíum (Búi, seinna Bo) en með Norðmönnum og
íslending-um. En orðið er að öllu leyti íslenzkt, og nafnið er ekki lagt
niðr hér á landi enn, enda væri miklu nær, að halda því uppi,
heldr en hinu latneska nafni Rusticus, sem táknarlíka bónda, en
er bæði ljótt og óviðkunnanlegt, og ætti alveg að hverfa úr
voru máli. ’

21. Böð- (eiginl. Böðv-, sem er stofninn í böð o: orusta,
eiguarfall böðvar) var opt haft fyrir forlið samsettra uafna í
fornöld, en nú er ekkert af þeim nöfnum, þar sem stofninn er
óbreyttr, tíðkanlegt, nema Böðvar, og munu hin þykja heldr
forneskjuleg, en þó virðist ekkert á móti því, að taka sum þeirra
upp aptr, t. d. karlmannsnafnið Böðmóðr og kvennanafnið
Böð-vildr, sem kunnugt er af Völundarkviðu. Fom-Englar höfðu líka
nöfn af þessum stofni, t. d. Beaduhild (= Böðvildr), Beaduwulf

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0594.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free