- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
604

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

604

tJM ÍSLENZK MANNANÖFN.

119. bls.)1), en alt er þetta nokkuð óljóst. Gyða er algengt
kvenmannsnafn í fornsögum, og finst ennþá á stangli meðal vor,
en er þó mjög fátítt nú orðið. pað er snotrt nafn, eu óvíst,
hvort það er norrænt að uppruna; þó er það eflaust af
germönsk-um stofni, því að í fe. finst bæði Gyðe og Eadgyðe (= Auðgyða),
er síðar var venjulega dregið saman í Edith, sem nú tíðkast á
Englandi. (Eadgyde hét dóttir Guðina jarls, drotning Játvarðar
hins góða Englakonungs, en hún er að eins nefnd Gyða í Hkr.
424, 607). f>ýzka nafnið Ida kynni að vera sama nafn og Gyða,
þó er það mjög vafasamt. fegar þess er gætt, að flestar Gyður
í fornsögum eru eitthvað riðnar við England eða enskar ættir
(t. d. Gyða drotning Ólafs Tryggvasonar, Gyða dóttir Sveins
tjúguskeggs og fleiri meðal Danahöfðingja á Englandi), þá
sýn-ast nokkrar líkur til þess, að forfeðr vorir hafi fengið naf’nið frá
Forn-Englum, (með því líka að torvelt er að leiða það af
nor-rænum rótum, nema ef það skyldi vera gælunafn, sem fyr segir)
og þótt Gyða Eiríksdóttir af Hörðalandi sé nefnd í sögu Haralds
hárfagra (Hkr. 50. bls.), þá er hvorttveggja, að sagan um hana
þykir nokkuð tortryggileg5) (Maurer: Upphaf alsh.: 9. bls. n.)
enda voru samgöngur Norðmanna við Yestrlönd byrjaðar löngu
fyrir daga Haralds hárfagra, og það er einmitt tekið fram i
enskum árbókum. að hin fyrstu víkingaskip Norðmanna, er komu
til (Suör) Englands eptir 787 (793) hafi verið frá Hörðalandi
(G Storm: Krit. Bidr. I. 12—13), svo að enskt nafn gat vel verið
komið þangað nálægt 850. Seint á 9. öld finst nafnið á Ögðum (Ln.
III. 15, sbr. Flóam. 13. k.), og enn síðar í Danmörku og
Svía-ríki (Gyða systir Úlfs jarls Hkr. 424. bls. og Gyða dóttir
Ön-undar Svíakonungs (Sax. XI. 557) er hugsanlegt að verið bafi
kornnar frá Ingigerði, dóttur Haralds hárfagra og Gyðu? Fms.
X. 198, sbr. Hkr. 303., 317., 320. bls.). Á 12. öld er það farið
að tíðkast hér á landi (Sturl., D. I. I. 504). Gyríðr er
tíðkan-legt kvenmannsnafn bæði að fornu og nýju, en aklrei er það í
fornsögum ritað Gyðríðr, eins og margir rita nú. Seinni hluti

1 Á 16. öld hafa ýmsir mikilsháttar menn hér á landi verið nefndir
gælunöfnum t. d. Gvendr, Fúsi o. s. frv. (sjá Safn I. 59, 80 o. v.)
og það jafnvel í bréfum og dómum (Sm. I. 515, 526).

’ Hún sýnist jafnvel vera upptekning sögunnar um »Guritha* og
»Sivarus« (Gyríði og ívar víðfaðma?) hjá Saxa (VII. 359), er verið
hafi heimfærð til Haralds hárfagra.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0614.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free