- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
645

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

598 tJM ÍSLENZK MANNANÖFN.

645

gyðja, eða gróðrardís með yngjandi krapti). í þýzkum
kvenna-nöfnum finst iíka viðliðrinn niwi og niu (Godaniwi, Siginiu),
sem samsvarar -ný i norrænu, Mörg nöfn af þessum stofni eru
tíðkanleg bæði að fornu og nýju, t. d. Ásný, Borgný, Eirný
(lík-lega af Ásvnjunafninu Eir, og skylt sagnorðinu eira = hjálpa),
Hallný, Hróðný, Salný, Steinný, í>órný; sum mega heita algeng,
t. d. Guðný, Oddný og Signý, en flest eru nú orðin fátíð, og
sum hafa alveg lagzt niðr, þótt þau hafi tíðkazt áðr, svo sem
Auðný (Eðný) í Fas.), Dagný (er virðist upphafiega vera nafn
Sifjar, hinnar norrænu morgunroðadísar), Fastný, Geirný o. fl.
Nöfn þessi eru flestöll mjög snotr og viðkunnanleg, og væri vert
að sum þeirra væri meira tíðkuð, en verið hefir um hríð. Eitt
nafn svipað þeim hefir komizt til vor frá útlöndum fyrir skemstu,
nl. Fanný, (sem er enskt, að uppruna, gælunafn, dregið af
Francisca1), en lítr út eins og það væri íslenzkt: stytt og tillíkt
úr »Fastný«, eða dregið af f’ónn og -ný, sbr. bæjarnafnið
Fann-laugsstaðir og Fönn Snæsdóttir, systir Mjallar og Drífu, í Fas.2
II. 3) og væri ekkert á móti að halda því með íslenzkri
hneig-ingu.

106. Oddr er algengt nafn bæði að fornu og nýju, og er
það beiulínis sama orð og oddr (á sverði eða spióti), á fe. ord,
á fþ. ort. Af því er aptr dregið Oddi, og er það als ekki sama
nafn og Otto, er kemr af hinu þýzka ot- s. s. auð- hjá oss, og
samsvarar norræna nafninu Auði (Otho, Odo, hjá Forn-Frökkum
Eudo, Eudes). Aptr á móti samsvara þýzku nöfnin Ortgar og
Ortlaip norrænu nöfnunum Oddgeirr og Oddleifr. Hjá
Forn-Englum hafa tíðkazt nöfnin Ordgar og Ordwulf, hjá Gotum
Usdila og Osdulf, sem eptir eðli tunga þeirra hljóta að vera af
sömu rótum runnin. Hér á landi tíðkast ýms nöfn af þessum
stofni í foriið og viðiið samsettra nafna, en flest eru þau fánefnd
(algengust Oddr og Oddný, þar næst fóroddr, Oddbjörg,
Odd-fríðr, Oddrún).

107. Ormr var algengt nafn í fornöld, og hefir haldizt
við fram til þessa dags, þótt það só nú fánefnt. Sömuleiðis
var orð þetta haft í samsettum nöfnum, t. d. Ormarr (á þ.

1 Hvort hið nýja nafn Fanney er af sama toga spunnið, er mér
óljóst, en það getr líka verið rétt myndað íslenzkt nafn (af fönn
og ey).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0655.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free