- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
650

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

650

UM ÍSLENZK. MANNANÖFN.

Maurus. Nafnið var algengt meðal vor í fornöld, og enn finst
»Rafn« hér og hvar1). Af því eru dregin ýms samsett nöfn,
svo sem Hrafnkell, Hrafnhildr, en fiest eru þau nú lögð niðr,
þ<5 hefir Rafnkells-nafnið haldizt við til þessa dags í
Austr-Skaptafellssýsiu. Engin samsett nöfn lijá oss endast á -hrafn,
en í gotnesku og fornþýzku voru slík nöfn til, því að
Vala-hrabans (Valhrafn) hét einn af fornkonungum Gota, og af
Wulf-hraban (eða Wulfbramn) er komið hið algenga þýzka nafn
Wolf-ram. Sömuleiðis eru til í þýzku nöfnin Hrabangar,
Hraben-wolt o. fl.2).

112. Ragn-. Eegin og rögn voru goðin kölluð i fornöld,
einkum virðast menn hal’a nefnt svo Vani (ginnregin, uppregin?
sbr. G. Br. í N. Fél. XIII, 72—74, og visu Egils: »reið sé
rögn ok Óðiun«). Rögnir og Regin ætlar Viktor Rydberg að sé
sérstaklega nöfn á frumsmiðunum, Völundi og bræðrum hans
(»Regnerus« hjá Saxa V. bók = Egill). Ragn- og regin- eru
tvær myndir af sama stofni (eins og magna- og megin-), er
finnast í allmörgum samsettum nöfnum sem forliðr. Orðið
»ragin<t finst i gotn. og merkir þar ráð eða hyggindi, enda
voru goðin haldin stjórnendr heimsins og mikil í ráðum.
Bagn-er tíðkanlegra í nöfnum en regin-, og breytist það í rögn-,
þegar u eða v fer á eptir. Tvö kvenmannanöfn með þessum
stofni eru algeng hjá oss, Ragnheiðr og Ragnhildr, en
karl-mannsnafn eigi annað en Rögnvaldr, sem er þó fátíðara en
skyldi, og nú á síðustu árum hafa einstöku menn tekið upp
Ragnars-nafnið, enda er það fagrt og þjóðlegt, og tilhlýðilegra
væri að halda uppi kvenmannsnafninu Ragna heldr en »Regina«,
sem er þýzkt nafn af sama stofni (en ekki komið af latneska
orðinu regina = drotning). Mörg fleiri nöfn þessa stofns eru
til í þýzku, en stofninn breytist þar á margan veg, eins og sjá
má af nöfnunum: Raganbald eða Reginbald, sem verðr að
Rain-bald; Reginbold, Reinbold, Renbold, Rembold; Reginbrecht, sem
verðr að Rembert (Rimbert), og Reginwald, sem er sama nafn
og Rögnvaldr, og verðr að Rainold, Reinald, á forna frakknesku

1 Af »Hrafn« er dregið kvenmannsnafnið Hrefna, og hefir h-iö eKki

fallið þar burt í framburðinum.
5 Annað hrafnsheiti er Krákr, er virðist fyrst hafa verið auknefni
(þorleifr krákr, Nj. 20, Ln. V. 2) en síðan orðið aðalnafn (sjá
Sturl.), og hefir það haldizt við til vorra tíma, þótt sjaldhaft sé.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0660.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free