- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
2

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

2

SKÝRSLUR OM SK.APTÁ RGOSIN.

semdarfulla skepnan, sem er maðurinn, tæki sjer hjer af því
betri eptirþanka og viðvörun að styggja sinn guð og herra,
hefur hann samlíkt sjer, það er sinni rjettferðugri reiði yfir
syndinni við einn fortærandi eld Dvt. 4, 24, sem optsinnis
verður ítrekað í h. skrift, og helvítis kvölum, sem fyrirbúin
og hótuð er öllum endalaust iðrunarlausum manneskjum, við
eld, Matth. 25, 41, og við dýki, sem vellur af eldi og
brenni-steini, .Ap. 19. Sitt heilaga lögmál gaf hann út með eldingum
og reiðarþrumum, til merkis um hans brennandi vandlæti við
þá, sem það yfirtroða. Svo þegar þrálátir menn með sínum
syndum hafa uppegnt hans reiði yfir sig, hefur hann tíðum
heimsótt þá með aðskiljanlegu eldstraffi og eyðileggingum,
stundum af himni með skruggueldi og reiðarslögum, stundum
með hernaðareldi, sem uppbrennt hefur heilar byggðir og
borgir. Stundum hefur til straffs komið eigin vangæzla
mannanna á eldinum, að eg ei tali um, þá drykkjurútar hafa
kveikt eld í sjálfum sjer með ofmikilli víndrykkju. Stundum
hefur jörðin í sundur sprungið, og af sínum iðrum eld tillátið
að eyðileggja menn, fjenað, byggðir og landspláz, hver dæmi
öllum eru ljósari af h. skrift, allmörgum sagnabókum og
frásögum, en hjer þurfi bevísingar til að færa. l?ó hefur
spekin guðs því allopt svo til hagað, að hún hefur verndað
og leitt sín börn mitt úr þeim voða og þyrmt þeim, er hún
vildi frelsa og unna lengri tíma til yfirbótar, eins og hjer
urðu nú til auðsjáanleg dæmi. Bæði þessar og aðrar frásagnir
um drottins hegningar eru þess vegna uppteiknaðar, að menn
taki sjer því heldur þar á ’vara að egna yfir sig guðs
for-tærandi reiðield nokkru sinni. 3?ví hafa vorir (í guði sælu)
biskupar látið 4 sinnum 1558, 1617 og 1749 á prent útganga
historíuna um (’oreyðslu Jerúsalemsborgar, sem mestan part
skeði með eldi og blóðsúthellingu, að það skyldi vera, sem
sjálfir þeir segja, öllum athugalausum og iðrunarlausum til
uppvakningar og skelfingar fyrir guðs rjettferðugri
hefndar-reiði. — íegar guð straffaði þann stóra og fólkríka stað
Liss-abon hjer langt. frá liggjandi í Spaniæveldi, gekk sú hegning
svo nærri hjarta þess guðhrædda góða konungs Friðriks
fimmta (blessaðrar minningar um alla æfi), að þó það snerti
ekkert hans lönd og ríki, nema hvað þá formerktist í þeim
nokkrir jarðskjálftar og óvenjulegur vatnayfirgangur, þá
til-skikkaði hann einn óvanalegan iðrunar- og þakklætis bænadag

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0014.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free