- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
8

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

8

SKÝRSLUR OM SK.APTÁ RGOSIN.

svartbröndóttar pestarflugur sáust hjer einnig svo stórar og
digrar, sem þumalfmgursliöur er á karlmanni.

Lömb og kálfar fæddust hjer framar venju vanskapaðir.
Eitt lamb hjer á Hunkubökkum á Síðu hafði hræfuglaklær
fyrir lágklaufir; hestar lögðust framar venju á að jeta skarn
og fjóshauga og þótt menn vel vissu og hefðu heyrt, að
þessir og þvílíkir viðburðir boðuðu jafnan eptirkomandi
land-plágu, þá var nú þessu ekkert agt gefið. Svo sem guð’
þannig bennti með ýmsum hlutum í vökunni, svo gjörði hann
og við marga í svefninum, að þá dreymdi rjett eptir því,
sem síðar framkom, sem hjer yrði oflangt að þylja; það
mundi og illa heyrast hjá þeim, sem lasta og níða alla
drauma. Þó læt jeg alleinasta einn draum í ljósi — álykti
hver um hann það, sem hann vill — enn jeg veit þó, að
hann er sannur. Um veturinn áður enn eldurinn yfirfjell
varð hjer embæltisfall á 9 dögum í röð, þó bezta veður væri
allar vikurnar. Jeg fjfell í djúpa þánka af þessu og ályktaði
með sjálfum mjer hjer mætti eitthvert yfirhángandi strafF
ókomið vera, þar svoddan dómur byrjaðist á guðs húsi, og
tók að vanda mig sem bezt jeg kunni. Eina og þá síðustu
laugardags nótt í þeirri tölu þá jeg var í svefni, þókti mjer
tígulegur maður til mín koma þar jeg lá og sagði: »Allt er
svo sem þú meinar en það er af því þú kennir ekki fólkinu
rjett.« En þá jeg ángraðist af því orði, þóttist jeg spyrja
hann að, hvað jeg ætti þá að kenna, en hann svaraði: »Esaiæ
30. cap. og haf það til sannindamerkis þú skalt fá gott
tæki-færi til að embætta á morgun,« hvað og so skeði þó þá
ólíklegt væri.

§ 2. Arið 1783 þann 8. júni, sem var hvítasunnuhátíð,
í heiðríku og spöku veðri um dagmálabil kom upp fyrir
norðan næstu byggðarfjöll á Síðunni svart sandmistur og
mokkur svo stór, að hann á stuttum tíma breiddi sig út yfir
alla Síðuna og nokkuð af Fljótshverfinu, svo þykkt að dimmt
varð í húsum en sporrækt á jörðu. Var það dupt, sem
niður-fjell, sem útbrennd steinkolaaska. En af þeirri vætu, sem úr
þeim svarta mökk ýrði þann dag í Skaptártungunni, var það
dupt, sem þar niðurfjell, svört bleyta, sem blek. Fyrir
land-sunnan hafkalda ljetti þessum mokk frá og tilbaka um
daginn, svo jeg sem aðrir prestar hjer kunnum undir blíðum
himni þann hátíðisdag framflytja guðsþjónustugjörð hver gleði

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0020.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free