- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
11

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

11 SKÝRSLUR OM SK.APTÁ RGOSIN.



rann, í hvert vatn Skaptá hafði borið í einu hennar
vatns-hlaupi. Sáust þar til merki nokkur af afætum og
uppgöngu-augum er þar voru. Ofan í þessi augu eða svelgi hljóp nú
og rann eldflóðið, hvar á jeg í eigin persónu horfði og 4 aðrir
menn með mjer, sem þeir geta og vitni um borið.
Hríng-snerist þar og vafðist ofan i þenna svelg ósegjanlega mikið
af eldinum með gusum, stórum hvin, og uppköstum, eins og
þá látinn er lögur í stórt ílát, hvar ei er nema eitt gat eða
opnan á. Er gáta mín, að sá eldur, sem síðar sprengdi sig
upp úr jörðinni hjer og hvar hafi þessi verið, item að þær
miklu eldgusur og reykir, er hjer stóðu upp úr þeim gömlu
hraunum í Landbrotinu, höfuð-langt frá því, sem það nýja
hraun nú komst, hafi hjer af staðið ásamt sá mikli hiti, sem
enn er í Feðgakvísl hjá Steinsmýri, þó kann sá eldur hafa
runnið ofan í gryfjur, í þeim gömlu gryfjum að hafa hjálpað
til. þess langt frá liggjandi hita. Hjer af mátti sjá og áþreifa,
hversu sá alvísi náttúrunnar herra hagaði þessu svo
vísdóms-lega og undrunarsamlega til, að sú fyrsta eldsins ógn og
fergilega framhlaup skyldi ekki of hastarlega, eða óforvarandis
koma yfir nokkurn mann eða hans eigur, sem annars var
hætt við, svo frá því fyrsta til siðasta gaf hans náð eptir
sjerhverjum nógan tíma og tækifæri til að bjarga lífi sínu og
dauðum munum, þar hann hafði ásett sjer að eyðileggja hús
eða pláz, ef menn hefðu tekið góða vaktan þar á. Get jeg
ei þeinkt þar finnist nokkur svo vanþakklátur, að hann reyni
til að mótmæla þessum sannindum.

§ 4. Þann 15. júni, sem var Trinitatis hátíð, var vindur
á austan landsunnan, allan þann dag voru miklar
jarðar-hræringar og skruggur og nóttina eptir. Þann 16. júni var
sama veðurátta; kom nú ógnarlegur eldgangur fram úr
Skapt-árgljúfri, að allt gljúfrið sýndist fullt af honum, sem nú að
öllu leyti tók af og eyðilagði þessar klaustur- og kóngsjarðir:
A á Síðu og Nes í Skaptártúngu hvor um sig 12 hundruð að
dýrleika. Ásamt tók þessa elds framkast af og yfir þakti öll
hraun milli Síðunnar og Skaptártúngunnar, sem voru mikið
hrisi og viðar vaxin, ein þau notabeztu hagbeitarlönd; þar á
meðal var Brandaland, eitt hagkvæmt skógarpláz, sem
Kirkju-bæjarklaustri fylgði að gjöf ábótans Hallgeirs Andrjessonar á
fykkvabæjarklaustri 1350. Það lá fyrir vestan útsunnan
Skálarstapa, afgirt kvísl úr Skaptá, í þeim krika, þá hún

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0023.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free