- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
13

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SKÝRSLUR DM SKAPTÁRG OSIN.

13

aldeilis væri óhætt vorum byggðarfjöllum og hálsum, (sem
mest eru af þjettu grjóti) fyrir eyöileggingu þessa elds, sem
menn voru áður uggandi um, hvaö og ætíð meir og meir
sannprófaðist svo sá ótti fjell af sjálfum sjer.

§ 5. Þann 17. var lítill vindblær á norðan, stje þá
elds-loginn svo hátt, að úr áminnztri útnorðurs Úlfardalsgjá,
hvaðan heyra var sívellandi suða, að hann lagði virkilega
fram milli Lambnatungna, sem er vestri endi af Kaldbaknum,
og Geirlandshrauns, sem er langur háls frá austri til vesturs,
aö hann nær allt vestur fyrir Skál, fyrir ofan byggð og sló
svo greindum loga ofan fyrir Geirlandsheiöina, hvar í var eitt
sel frá Geirlandi, er 1 manni var leyft í að búa nokkur
um-liðin ár vegna frómleiks síns. En nú um vorið tóku sig 2
menn saman, sem fluttu sig frá vel viðværilegum býlum í
byggðinni þangað, voru þeir haldnir samríndir í fleiru en einu.
En hann, sem sjer yfir allra manna verk og vissi bezt þeirra
tilgáng, dreif þessa samlagsbræður með þessum loga þaöan í
burtu, fyrst allra úr þessu plázi, aöskildi þá að síðustunni
að öllum samráöum, verkum og sambúð. 3?ann 18. var logn
með litlum vindblæ á landsunnan, kom nú að nýju ein
hræði-leg ógn fram úr vestur eldgjánni hvert eldflóð vel svo
upp-fyllti Skaptárgljúfur sem bæði var breitt og djúpt með stórum
jarðskjálftum, undirgangi og iðuglegum reiðarslögum, so
Skáptárdal, sem stendur austanvert við gljúfursmunnann eða
þar þaö endast, og bóndanum, sem þar var enn með öllum
sínuin varnaöi, sýndist þar ei framar vært vera, og þar við
vorum allt þangað til mátavinir, bað hann mig aö hjálpa sjer
til að komast þaðan, hvað jeg gjörði, samansafnaði mönnum
og hestum, sem jeg kunni og fór svo út yfir þverar heiðar,
því nú var allur vegur af fyrir framan fjöll, eða sunnan þau,
hreint aftekinn. Flutti jeg hann svo með fólki sínu,
stór-gripum og öllu því á hesta varð komið, burt þaðan á mitt
heimili og hýsti hann í 5 vikur. En þá lífshættu og mæðu,
er jeg lagði mig þá í, launaði hann litlu góðu, sem of
kunn-ugt varð. í>ann dag og nótt gengu á svo mikil reiðarslög,
að allt titraöi og skalf, en sífellt brak í hverju trje af
jarð-skjálftunum. fá var að sjá milli Árfjalls og
Skaptártúngu-hálsanna eitt logandi bál og ennþá var eldurinn að snúast
ofan í fyrnefndan svelg. Jeg gekk með samferðamönnum
mínum út að gljúfrinu, var þá eldflóðið á svo höstugri fram-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0025.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free