- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
16

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

16

SKÝRSLUR OM SK.APTÁ RGOSIN.

leg skynsemi og forstand verður þá að vitleysu og óráði, sem
víða auglýstist í þessum eldsvoða, þó hvergi svo hatramlega,
sem á þessum presti. Hann var persónumikill og lifði í lukku
og velmakt, að varla mun honum hafa sýnst nokkur standa
sjer hjer jafnfætis, og margir álitu hann þann forstöndugasta
og drifnasta mann i öllu. En nú reyndist hann einn sá
hug-minnsti, ráðlausasti og hræddasti, að nema kona hans og
vissir sóknarmenn hefðu gengist fyrir því með harðfylgi að
koma þaðan eignum þeirra og fatnaði undan eldinum; mundi
hann hafa lítið skipt sjer af því að sögn, þó mikið hefði af
því farið; svo varð hann frá sjer numinn. En að hann tók
sig svo seint í vakt hjá því sem aðrir að flytja sinar eigur í
burtu, hefur eflaust sá dulur dregið hann, að hann hefur
hugsað, að eldurinn mundi stanza við og slökkna í fljótinu,
sem var fyrir ofan bæinn, en það sló honum og jafnvel
fleirum feil á því, þar eð það var svo náttúrlegt að stærri
hlutur i náttúrunni ynni á þeim minni eins og hjer á stóðst.
En hjer við var meira að segja: vatnið, á meðan eldurinn
var að falla og renna i það, varð að eldsneyti og logaði sjálft,
sem tærasta lýsi væri, hvar til bæði jeg og margir aðrir erum
að lifandi sjónarvitnum. Annað dæmi til eptirtektavert: bóndi
sá, er bjó í Botnum þar nærri afrjett Meðallendinga, græddi
vel fje á fáum árum; þá hann var að flytja sig í burtu,
samansafnaði hann miklu af fje sinu í einn hólma í fljótinu
þar hjá bænum, sem hann ætlaði að burtreka, en eldurinn
hljóp þá fljótara, en hann hugði yfir fijótið og hólmann, svo
á. lítilli stundu sást ei hold nje hár af því. Hvað aflazt fljótt,
eyðizt á stundum og svo fljótt.

§ 7. Nú vík jeg sögunni frá Meðallandinu til Siðunnar
eptir því, sem eldrennslið kom að ofan, kvíslaðist það þá
fram á dró og víðlendari pláz tóku við, eptir því sem
minnk-aði og kulnaði þar og þar, stífluðust framrennslurnar, er
runnu saman i helluhraun og klúngur, komu svo aðrar
rennslur þar ofan á aptur, sem forhækkuðu hraunið og hlóðu
hverju ofan á annað, þá eldflóðið komst ei lengur undir, yfir
eður í gegnum þann búnka, fleygði það sjer tilbaka og svo
hingað og þangað út úr hrauninu. Til dæmis eldurinn
var i fyrsta hlaupinu kominn austur að Holtsgörðum,
sem voru áður grasivaxnir hraunhólar fyrir ofan Skaptá,
og svo var hið annað kastið fallið yfir Meðallandið. En

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0028.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free