- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
29

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SKÝRSLUR DM SKAPTÁRG OSIN.

29

svæla, skruggur og eldingar gengu alla þá viku; svo mikið
eldmagn var þá á fjallabaki, aö þaö uppþurkaöi og gjöröi aöv
sínu eldsmeti öll vötn og vatnsæðar, sem þar runnu á
sand-inum fyrr; svo jeg fór yfir hann austur í hverfið aldeilis þurran
þann 7. sama mánaðar. Þann 10. ogll.kom eitt nýtt eldkast
úr sömu gjá, og veltist innan um hraunin, sem komin voru.
Svo mikil pest fylgdi þessu eldkasti, að engar skepnur bitu
gras, af þeim nú voru eptir orðnar, í nokkur dægur sjer til
nota. Hvar ofan kom þann 14. september mikið öskufall
með austanvindi, sem náði þó ei lengra en að Geirlandsá. Frá
14. til 26. september var mikið hlje á eldrennslunum fram,
on undir eins og kvölda tók var eldglampi svo mikill á
fjalla-baki, að hann tók upp á mitt lopt, sjerdeilis í 2 stöðum hjeðan
frá Prestsbakka til að sjá úr vestri gjánni, fyllti upp tilsýndar
biliö, sem er á milli Lambatungna og Kaldbaksins, en úr
austari gjánni fyllti upp bilið, sem er milli Kaldbaksins og
. Vothamra. Hvenær sem sól og tungl sá á því himinstykki,
sem eldgufurnar sveimuðu um, var hvort um sig að sjá, sem
blóð. Svo voru dampar og gufur, sem hjer uppstigu af
jörð-unni, óvenjulegir, að allt sumarið, frá því eldurinn kom upp,
sást aldrei regnboginn (er menn kalla friöarboga af sáttmála
guðs, er hann setti hann í skýin), úr hverri átt, sem sól skein
á ský og þeirra niðurstafandi regn, fyr en þann 21. september
lengi um morguninn fyrir messu, því þá var sunnudagur. Svo
lítin eptirþánka, sem þessi bogi hafði gjört, svo stóran fögnuð
verkaði hann nú hjá allmörgum, er nú styrktu sig í sinni
neyð við fyrirheitið, að guð vildi ei láta vatn eður eld framar
granda hjer byggðum, hvar um margir voru hræddir hjer
áður af þeim inni- og uppistandandi vötnum, enda brást ei
sú von og trú, því frá þeim degi varð enginn fyrir
vofeifleg-um skaða af nokkrum vatnayfirgangi; því bæði Skaptá og
Hverfisfljótið, allar byggðarfjalls ár og lækir eru fram komnir
og hafa enn ekkert stórmein gjört af sjer. Um þau tvo
eldköst, sem hjer eptir komu, voru svo sterk og
visdóms-full takmörk sett, að þau kunnu oss ekkert að granda.

§ 19. Þann 26. september komu enn miklar hræringar
eður jarðskjálftar, sjerdeilis hjer austarlega á Síðunni og í
Fljótshverfinu, hvarmeð fylgdi einhver mikil elds uppkoma á
fjallabaki, sem uppþurkaði mikinn part vatna þeirra, sem
komin voru í eldhraunin, að menn gengu ýmsa vegu yfir þau,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0041.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free