- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
35

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SKÝRSLDR UM SKAPTÁRGOSIN.

35

Sá austasti mokkur hjer upp af varð nú herfilega svartur
ílits, en af því veðurstaðan var hjer optast um þær mundir
af hafi, dreif sand úr honum í óbyggðir. Lítils vægi kom
hjer tvisvar af öskufalli úr honum. Um sumarið sama árs
14. og 15. águsti fundust hjer hægir jarðskjálftar, sem komu
beinleiðis úr þeirri austustu gjánni og sá síðasti 25. sama
mánaðar; síðan hefur ei orðið vart við þá. Þeir fyrri komu
fram í Rangárvalla- og Árnes-sýslum, og niður veltu þar
bæjum og húsum til stórs skaða og mikillar umturnunar, og
umhreytingar, sem siðar fram kom, hvar af 1 barn 1
Rangár-valla og 2 í Árnessýslu dóu undir húsa rústum. En að sá
hræðilegi jarðskjálfti hafi komið framar frá vorri austustu gjá,
en Heklu, er jeg heyri sumir meini, gefur mjer orsök að trúa
eptir sem hingað hefur borizt, að sá jarðskjálfti hafi byrjast
fyrst efst í Hreppum og þar af austri, og færst svo fram yfir
Skeiðir og Flóa, og þar útaf til beggja hliða, eins og þessi
undirjarðar vindur fann sjer svigrúm að útbrjótast. Hversu
aðrar verkanir þessa elds færðust yfir heila landið með
upp-visnun grassins og þar af orsakaðri pest á mönnum og
skepn-um, er hverjum og einum í sínu plázi vitanlegt, og því færi
jeg ei það hjer inn, sem um það sjeð og heyrt hefi.
All-einasta vil jeg geta um þær verkanir, er hann gjörði hjer í
þessu Kirkjubæjarþinglagi, er jeg sjerdeilis nú um skrifa, á
jörð, skepnum ’og mönnum þessi framanskrifuðu 2 ár, og vík
svo hjer aptur frá sögunni til þess.

§ 23. Fyrir utan áðurnefndar skemmdir á jörðunni var
og það, að burt tókst allur sá gagnlegi hvannaróta fengur,
sem gafst á afrjettunum, sjerdeilis við gljúfrin, sem fylltust
með hraun, item heiðargrasatekja og álptaveiði, þó má meta
hana meir til skaða en ábata, því af þeirra iðuglega drápi,
sem vissir óeirðarmenn brúkuðu, lagðist varpið frá. Sú
ágæta silungsveiði, sem optsinnis gafst hjer í Geirlands- og
Hörgslandsá, lagðist frá, er vatnið minnkaði i Skaptá, nema
litils vægi í regnskvettum á haustdag. Engjar frá Prestbakka,
Breiðabólsstað, Keldunúpi og Hörgslandi, sem lágu við hana,
eru nú komnar í harðhnjósku og sand ásamt flestallir, ef ei
gjörvallir hólmar, er lágu undir Landbrotsjarðir í henni, eru
komnar í óberjur, og fleiri engjapláz þar af foksandi, síðan
áin fór burt. Einnig einn vænn stararhólmi, sem klaustrinu
fylgdi, fór allur í sand, mikill partur af túni þess og húsin

3*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0047.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free