- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
37

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SKÝRSLUR DM SKAPTÁRG OSIN.

37

Áttum við svo í þessu þinglagi þyngst af öllum í heila landinu,
þennan árstíma; því eldpestin greip ei svo fljótt og hastarlega
nábúa vora, því í Álptaveri, Skaptártúngu og Meðallandi höfðu
bændur mikið gagn af mjólkandi skepnum sínum og sumir
drógu saman safnað undan þeim. Ein gömul kýr var skorin
í einu kostaljettasta koti þar við sjóinn, í hverri var hálf
vætt mörs að sögn, hvert dæmi sýndi, að sjósaftin eyðir mikið
landpest. Sama dæmi var og í Vestmannaeyjum, þar grandaði
ei pestin nokkurri skepnu. En svo fór á næsta ári, að 1
þessum sveitum töpuðu þeir mikið af sínum skepnum, svo
sem við, sumir öllu bæði af pestinni og skorti á
hey-björginni.

§ 24. Pestarverkunin af eldinum útljek þannig og deyddi
hesta, sauðfje og kúpening; hestarnir misstu allt hold, skinnið
fúnaði á allri hrygglengjunni á sumum, tagl og fax rotnaði
og datt af, ef hart var í það tekið. Hnútar runnu á liðamót,
sjerdeilis um hófskegg. Höfuð þrútnaði fram úr lagi, kom
svo máttleysi i kjálkana, svo þeir gátu ei bitið gras nje jetið,
því það þeir gátu tuggið, datt út úr þeim aptur. Inníflin urðu
morkin, beinin visnuðu aldeilis merglaus. Nokkrir lifðu af
með því móti, að þeir voru í tíma hankaðir í höfuðið allt um
kring og aptur fyrir bóga. Sauðfje varð enn hörmulegar
útleikið: á því var varla sá limur, að ekki hnýtti, sjerdeilis
kjálkar, svo hnútarnir fóru út úr skinninu við bein,
bringu-teinarnir, mjaðmir og fótleggir, þar uxu á stór beinæxli, sem
sveigðu leggina, eða þau urðu á víxl á þeim. Bein og hnútur
svo meyr sem brudd væru. Lúngu, lifur og hjarta hjá sumu
þrútið, sumu visin; inníflin, morkin og meyr með sandi og
ormum; holdtóran fór eptir þessu. Það, sem kjöt átti að
heita, var bæði lyktarslæmt og rammt með mikilli ólyfjan,
hvar fyrir þess át varð margri manneskju að bana; reyndu
þó menn til að verka það, hreinsa og salta það, sem kunnátta
og efni voru til. Nautpeningur varð sömu plágu undirorpinn:
á hann kom stórar hnýtingar á kjálkum og viðbeinum, sumir
fótleggir klofnuðu í sundur, sumir hnýttu á víxl með
greipar-spenningar stórum hnútum. Svo var um mjaðmir og önnur
liðamót, þau bríxluðu og hlupu svo saman, og varð svo á
engin svikkan. Bóan datt af með halanum, stundum hálf,
stundum minna. Klaufirnar leystu fram af, sumar duttu
sundur i miðju (þar formerktist fyrst pestin, ef skepnan fjekk

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0049.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free