- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
40

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

40

SKÝRSLUR OM SK.APTÁ RGOSIN.

upp hús og læsingar til þess, sem kvöl er á að minnast. f
eldiviðarskortinum, sem varð, brenndu illa artaðir menn trjám,
búsgögnum og húsum öforsvaranlega, svo tvær jarðir lögðust
mest í eyði fyrir þá skuld, Uppsalir og Dalbær. Af 85
bænd-um, sem hjer voru í þinglagi áður, urðu eptir 21, og af hjer
um 613 manneskjum 93; af hjer um 50 manneskjum, sem
hjeðan staðnæmdust í Rangárvallasýslu, dóu alleinasta 8 af
pestinni; því sýslumaður þar fyrirlagði þeim úr kaupstað
svo mikið af’ kornvörum, sjerdeilis rúgi, sem þeim vel nægði,
ef þeir hefðu allir fylgt hans ráðum. Þeir eð komust suður
á nesin, dóu margir, af því þeir fengu matvörurnar af treiningi,
mikið þar af bygg, þar með blautt og feitarlitið sjófang. Þeir^
sem komust til fóveta herra Jóns í Viðey, apótekara herra
Björns i Nesi, prófasts sjera Markúsar í Görðum og til nokkra
annara góðra bænda, lifðu allir af, sem ei voru því meir
innteknir af pestinni áður. ]?essir eru sjerlega lofsverðir,.
hvernig þeir fóru með aumingja hjeðan til fata og matar og
allrar umsjónar. Um aðrar ráðstafanir og viðgjörninga við
það hrakningsfólk hjeðan vil jeg ekkert framar segja, nje um
þá hjeðan höfðu nokkuð fyrir sig að leggja, svo sem var
klausturhaldari Sigurður Ólafsson, hospitalhaldari Páll Jónsson
og nokkrir fleiri, þeir komust þar af lífs með öllu harðfylgi
ásamt þeir bændur, sem komust út í Vestmannaeyjar; því
kaupmaður Hans Klog tekur mörgum framandi fram um
miskunarverk við fátæka og nauðlíðandi.

§ 26. Hversu þeir komust af, sem hjer eptir voru, vil
jeg fátt áminnast: hjer voru sjerdeilis fjórir svo efnugir menn
af mat fyrirliggjandi, að meining manna var, að þeir hefðu
af komizt, þó litla aðdrætti hefðu fengið i 2 ár eða jafnvel
3, og þar með svo peningaríkir, að þeir gátu ánægjanlega
keypt sjer gripi, ef þá hefðu brúkað til þess. En hversu
miskunarlausir þeir voru við aðra nauðlíðandi var, eins og
dæmi sýna sig hjá öðrum fjárpúkum þeirra likum. Aðrir
fundust, sem gjörðu gott af sjer, svo mikið þeir gátu, og liðu
sjálfir jafnvel skort þar fyrir, og komust þó lífs af, sem hinir.
feir, sem nokkra sparsemi höfðu, tóku fyrir sig stærsta
treining á þeim mat, sem þeir áttu, suðu skinn og ólarreipi,
sem þeir áttu, og ljetu sjer nægja sem eitt skæði í mál, sem
og nóg var, sýrubleitt með feiti; komst þar að næst, að eitt
húðarskinn til átu væri ei ódrjúgara en 6 fjórðungar af fiski,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0052.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free