- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
43

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SKÝRSLUR DM SKAPTÁRG OSIN.

43

nota sjer það, en menn voru bæði hungraðir að bera sig
eptir því, sem mátti, og þar með ofur vanmegna af því, sem
þeir höfðu liðið, og nokkrir enn hnýttir og bæklaðir. — Þetta
sama sumar reistu hingað til yfirskoðunar kammerherra og
þar eptir stiptamtmaður yfir landinu Hans Levetzow og herra
Magnús Ólafsson Stephensen, skoðuðu hjer jarðir og land, og
fengu þær afspurnir um eldinn og hans verkanir, sem þeir
þá kunnu að fá af þeim fáeinum, er hjer þá voru til staðar,
og urðu því miður margar óljósar. Þar eptir það sama sumar
komu hingað fjórum sinnum befalingar, að skrifa upp tölu á
mannfólki og skepnum, hvað margt af hverju væri dautt eða
lifandi, sem þó gat aldrei orðið skiljanlegt eða samstemmandi,
þar fólk var að ílytja sig til og frá og sumir að deyja. Það
nú lifði þessu viku, var dautt eða burtfarið hina. Af þessu
rugli varð síðast höfuð botnleysa til engrar nytsemdar. En
svo hreinn og ómótmælanlegur sannleiki kunni að sjázt af
þeim, sem girnast, læt eg hér með fylgja eina manntalstöflu,
sem sýnir hversu mörg byggð býli og mannfólk hér var fyrir
jarðeldsins uppkomu i þessu Kleifa- og Kirkjubæar- þinglagi og
so hversu margir menn dóu af því sama fólki hér og
annar-staðar einasta af jarðeldsins verkunum og þess háttar, tel eg
hér hvern mann með nafni so enginn geti því með sönnu
mótmælt og af því sést vísdómsfull ráðstöfun guðs, sem
upp-rikkti héðan hér um þriðja parti fólksins, en lét tvo partana
eptir verða einsog dæmi eru til að hann hefur i einu
eld-straffi gjört. Hvilika hungursneyð og dauða þessi jarðeldur
gjörði annarstaðar í landi voru, sést af annara skrifum.

§ 28. Árið 1785 byrjaðist með sterku frosti svo nístandi
og gegnumþrengjandi kulda, af eldsöftunum, sem enn voru í
loptinu, með bláum yfirlit í heiðríku veðri, að eitt sinn til
dæmis 23. janúar varð messuvínið að krapa í einni pottflösku
fullri, er stóð á altarinu um embættisgjörðina þann dag; hvar
mokkar fjellu á jörð var stórfenni með ísing. Vorið var
spakt, en þá áleið heyrðust miklar skruggur úr mokkunum
mest 4. og 26. maí eptir það mikla hlaup i Núpsvötnum,
lögðust þau heim með hlíðinni fyrir framan túnið, mikil kvísl
af þeim, þar í sáust sumardaginn fyrsta og aptur vetrardaginn
fyrsta vatnsskrímsli með ýmislegum myndum, smá og stór, sem
voru að keifa þar á móti hörðum straum fyrir víst 60 faðma
góðan tíma dags, er bæði heimilisfólkið, sem þá var þangað

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0055.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free