- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
76

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

76

FRÁSAGNIR UM SKÓLALÍF. 76

samt liklegt. Sá nýkomni var fjörkálfur, máske aldrei lagaður
til bókmenta, kann aldrei það, sem hann á að kunna, tutor
tekur eptir þvíj tekur drenginn fyrir og áminnir hann með
mörgum fögrum orðum; það færir lítinn eða engan ávöxt;
seinast tekur Austfirðingurinn dreng með sér um kvöld upp í
heygarðinn í Skálholti, og hýðir hann þar og grætur sjálfur
fögrum tárum. 3?essu gat sá hýddi, sem hefur sagt mér
söguna, aldrei gleymt. Þetta stöðvaði nokkuð hans gjálífi,
svo hann komst allvel úr skóla og varð brúkanlegur presturr
og elskaði þann sem hýddi hann innilega.

Vices eru alkunnugar. Hétu 1° bál. Allir settust réttum
beinum á gólfið antiqui, og sneru saman fótum, nema tveir
þeir sterkustu, þeir leiddu novum milli sín, sem bundið var
fyrir augu, en gengu sjálfir fyrir utan þá sem sátu. Sá sem
bundið var fyrir augun á, átti að ganga yfir fætur þeirra, sem
sátu, en sá gangur var nokkuð ógreiður, sumir af þeim sem
sátu nokkuð hrekkjóttir og spörkuðu f’ótum óhaganlega upp
undir þann, sem leiddur var, aðrir gjörðu það ekki. Þetta
hét að vaða bál.

2° Pressa. Novus var settur í horn á skólanum, allir
antíqui áttu að þrýsta að honum þangað til hann veinaði.
fetta er mér svo minnisstætt af því, að þegar þetta kom
fyrir mig, svo lofaði eg þeim að pressa að mér einsog þeir
vildu og þagði, því eg fann ekkert til. Þá segir einn, sem
næstur mér var: »orgaðu strákur!«, annar: „hann er ekki
lærður sá arna«, því sumir orguðu áður en þessi svo kallaða
pressa byrjaði, og það voru þeir sem vissu skólareglurnar.

3° Járning. Fæturnir voru teknir upp eins og á hesti,
sem járnast á, og farið rétt eins að og þá hestur er járnaður;
sumir brúkuðu, sem járna skyldu, annan hnefann til að halda
við, hinn til að reka naglann; heyrt hefi eg að stundum hafi
verið brúkaður steinn til að halda við með. 3?egar búið var
að járna, hljóp einn af antiquis á bak þeim nýjárnaða og lét
hann hlaupa með sig nokkrum sinnum um skólagólfið og var
þá margrætt um og misjafnt dæmt, hvort sá nýjárnaði foli
mundi vera hestefni.

4° Nú var skírn, í Skálholti í laugum hjá Laugarási, í
Reykjavík í lauginni i Laugarnesi. Tveir af antiquis voru
útvaldir að reka novos að lauginni, tveir stórjr og sterkir
skirðu, og það með ídýfingu, sinn hélt í hvern handlegg og

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0088.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free