- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
77

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

77 FRÁSAGNIR UM SKÓLALÍF.

76

þrídýfðu höfði þess, er skíra átti, á kaf, aptur á bak og áfram.
Nöfn voru gefin þýðingarlaus.

5° Nú var Snorri eptir, sem krýnir allt. Menn hengdu brekan
fyrir skóiagiuggann, svo þar varð níðamyrkur. Novis var sleppt
inn og allt í einu orguðu og grenjuðu aliir antiqui, börðu
þil og bekki sem bezt gátu; tveir af þeim gengu um skólann
sinn með hverjum vegg og slógu eld, svo þeir þekktust í
þessum yztu myrkrum, sem átti að berja, þvi Snorri var
ekki einasta gerður til að hræða novos, heldur líka til að
hefnast á einstöku antiquis, sem sökótt áttu í skóla. Þegar
allt þetta var á enda, var tekinn nokkurskonar eiður af novis,
ekki einasta að þegja yfir öllu þessu út í frá, heldur breyta
eins við þá, sem í þeirra tíð kæmi í skóla og hefði verið
breytt við þá.

Þegar búið var haustexamen og piltar höfðu fengið sæti,
héldu piltar krýningarhátíð, sem var köliuð Herranótt í
Skál-holti; supremus var sjálfsagt krýndur. Tii Reykjavíkur fiuttist
þaðan kóróna af eyri, veldisspíra og ríkisepli. Þá voru valdir,
eða útnefndir, eptir sæti sem fengið höfðu, embættismenn,
biskup og sýslumenn (í Skálholti). Biskupinn átti að prédika
•og svo var undirkomin sú prédikun, sem almennt heitir
Skraparotsprédikun, nógu fyndin og meinlaus;"’hana hefi eg
ekki séð, en heyrt úr henni textann: Orator viii tala um
Skraparotsbuxur: 1° úr hvaða efni þær séu, 2° og i hvaða
ásigkomulagi, en hver applicationin varð veit eg ekki.
Kennend-urnir voru við og jafnvel biskupar og höfðu mikið gaman.
Sýslumenn skólans fengu mörg mál á vetri hverjum að
dæma í, helzt voru það landaþrætumál. Bekkir voru með
veggnum í skólanum, sem piltar sátu á, en uppyfir voru
hyllur umhverfis, sem piltar létu uppá kver sín og kompur.
Nú vildi það tii stundum að consessor hnitaði ekki
nákvæm-iega niður stað sinna kvera, heldur gekk á land nábúans.
Nú kom stefna, aktor, defensor og dómur.

fessi Herranótt var og haldin fyrst í Reykjavíkur skóla.
en enginn prédikaði þar. Supremus i Reykjavik var krýndur
og þeir sem næstir honum sátu voru gerðir ministrar:
Inden-rigsminister, Krigsminister, Udenlandsminister, biskup etc.
Allir þessir ministrar áttu að gratulera þeim nývalda kóngi
á íslenzku nema Udenlandsministeren, hann varð að gera það
á dönsku. Frá þessu segi eg eptir því sem gekk til um árið
1798, því þá var eg Udenlandsminister. Sigurður gamli

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0089.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free