- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
80

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

80

FRÁSAGNIR DM SKÓr.ALÍF.

frá því uin haustið og til jóla. Þá var síra Jacob, sem í
neðra bekk fungeraði fyrir conrector Pál gamla, sem bjó á
Esjubergi, gerður rector, en síra Brynjúlfur studiosus theol.
brauðlaus, eptir 8 ára veru í Höfn kominn uden Examen,
settur aptur í neðra bekk. En nærri má geta hvernig kensla
gat gengið í neðra bekk, meðan efri bekkur gekk sjálfala.
Þeir í efra bekk gerðu ekki annað en hindra þá, sem í neðra
bekk vildu líta i kver. Meðal annars tóku þeir það fyrir að
halda nærri á hverju kvöldi Snorra. En þess get eg einungis
þessvegna, að eptir að dálítil regla kom á i skólanum, svo
heyrði eg, og má segja allir rnínir skólabræður, á hverri nóttu,
mesta skrölt í skólanum; við sváfum í lopti upp yfir skólanum.
Þér munið til þeirra öflugu skólaborða, sem lentu á
Bessa-stöðum, og heyrðist okkur eins og verið væri að kippa þeim
upp og láta svo skella niður; þeir sem voru hugaðir könnuðu
öll rúmin hvort allir piltar væru þar, læddust svo niður i
skólann, sáu ekkert og nú heyrðist ekkert, en undir eins og
þeir voru komnir aptur upp i rúm sín heyrðist saina skröltið.
Þetta er Sidestykke til sögunnar, sem eg heyrði um skröltið
í Skálholtsskóla, Þetta er mér leyndardómur.

Allir skólapiltar fengu í Skálholti frían kost, þeir sem
voru í ölmusu; hinir fyrir 20 rd. og fyrir kenslu 4rd. Stundum
héldu biskupar piltum kost, stundum einhver þar til kjörinn.
Um tíma var Sigurður landþingsskrifari skólahaldari þar, og
með slíkum dugnaði, ab hann fór þaðan auðugur og vel
liðinn af skólapiltum, sem þó ekki var hægt að gera allt til
hæfis. Eptir hann tók Finnur biskup við, mesti ráðdeildar
og dugnaðar maður. Sami maður var bryti hjá báðum. Sami
bryti var merkileg persóna þar, og hann sagði mér marga
sögu um sína frammistöðu í því einbætti, hvaraf eg man
minnst; en það var merkilegast, að þessi bryti komst vel af,
bæði við pilta og sína yfirmenn. Hans skylda var meðal
annars að standa fyrir borðum hjá skólapiltum. Þegar þeim
likaði ekki maturinn svo fékk brytinn hnútur og grautarslettur.
Hann lét sem hann sæi það ekki, tók samt eptir þeim, sem
frekastir voru í þessu aðkasti og hellir yfir hausinn á þeim
heillri grautarskál, í því þeir gengu út úr borðstofunni, sem
frekastur hafði verið i þessum gassa. Þetta líkaði þeim, en
það lá við þeir dræpu brytann, sem kom eptir hann, sem
klagaði þá fyrir þeirra bernskubrögð, en liefndi sín aldrei.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0092.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free