- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
93

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

FRÁSAGNIR UM SKÓLALIF.

93

rector, tóku þeir þenna lymska skóiabróður sinn, með vitund
allra pilta, og afhýddu hann, án þess nokkur vissi utan skóla.
Þesskonar ráðning hét snorri og að »halda snorra« þeim,
sem varð fyrir ráðningunni, en líklega hefir þetta nafn komið
upp af því, að allir piltar áttu að leggja eitt vandarhögg hver
á hrygg hins seka.

Af þessari aðferð má sjá, að notarii tóku sér, þegar svo
bar undir, ærinn myndugleika og jafnvel meiri en rector hafði
nokkurn tíma til ætlað, enda bólaði á því sama í fleiru, en
ekki var það sjálftekið vald, að þeir sættu aldrei neinni
hirtingu eða hegningu, heldur var sú undanþága sjálfsagður
skylduskattur, sem fylgdi notarii-embættinu; en hitt var það,
að þeir komu opt fram með það, að piltar skyldu búa um
rúm þeirra, því hver piltur átti að búa um sitt rúm og því
vildu notarii koma á hina. En það tókst þeim aldrei og
báru subleges fyrir sig forna venju frá ómuna tíð og forn
úæmi, sem sýndu, að slíkur yfirgangur hafði notariis aldrei
haldist uppi.

Eins og notarii voru djarftækir til réttar síns stundum
yfir piltum, og vildu jafnvel vera djarftækari en þeir máttu,
eins voru þeir á hinn bóginn forgöngumenn þeirra til þess,
sem gott mátti af leiða. Einu sinni var sá rector á Hólum,
sem þótti góður sopinn, og drakk ekki aðeins á frídögum
og á laugardögum eptir tíma, áður en hann fór að halda vices,
heldur hvarflaði hann og að brúnkollu opt í miðri viku og
skirtist ekki við að fara svinkaður inn í tíma sína. En þegar
svo stóð á honum, gætti hann lítt sannsýni, og þó piltar kynnu
reiprennandi lektíur sínar og gætu skilað þeim fullum fetum,
óð hann bæði fram fyrir og aptur fyrir lektíurnar, og spurði
þar úr bókinni, sem honum sýndist, þó hann hefði aldrei
sett þann kafla fyrir, svo með þeim hætti stód sá bezti sig
ekki betur en sá lakasti. Þetta háttalag féll piltum hörmulega
ílla, og þó þeim verst, sem bezt voru að sér, en sáu sér þó
til einskis að kæra þetta athæfi rectors fyrir biskupi, sem þá
var bæði afskiptahægur og gunga og mikill vin rectors. Aptur
á móti kveinkuðu piltar sér við að kæra rector, sem þeim
var hugþekkur að öðru, fyrir Stefáni amtmanni, er bæði var
skörungur í stjórn sinni og hafði ýmugust á rector, sem hér
átti hlut að máli, því þeir óttuðust, að ef þetta háttalag væri
kært fyrir amtmanni, mundi það kosta rector embættið.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0105.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free