- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
102

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

102

ANNÁLL MAGNÚSAR MAGN ÚSSONAR.

svo stendur á því, að árið 1672 var farið að gefa út í
Kaup-mannahöfn mánaðarrit með frjettum frá Danmörku og öðrum
löndum, er hjet Extraordinaires maanedlige Relationer, og úr
þessum blöðum er alt eða hjerumbil alt hið útlenda efni tekið
og þýtt svo að segja orðrjett; islenskan á því ber þetta með
sjer. Þó hef jeg ekki fundið alt í þessu riti. fess skal getið,
að ekki er víst, hvort Magnús hefur haft prentuðu blöðin
fyrir sjer, að minsta kosti ekki alstaðar; nafna afbakanir
koma fyrir, er valla hefðu getað átt sjer stað. Mjer
hug-kvæmist ekki önnur skýríng en sú, að Magnús hafi fengið
afskrift — að minsta kosti af sumum blöðunum — frá
ein-hverjum kunníngja sínum i Höfn og hafi nöfnin þá ekki verið
öll allgreinilega skrifuð, svo að Magnús hafi mislesið þau, en
hafði ekki næga þekkíngu til að sjá hið rjetta. En hvernig
sem þessu er varið er enginn vafi á því, að frjettablöð
þessi eru heimildin um þessi ár, sem getið var. Valið á
því, sem Magnús hefur tekið upp, sýnir hvað það var,
sem honum þótti mest í varið, en það eru mest
kýngi-sögur, sagnir um loftsjónir, galdra og þess konar; þar á
mót tekur hann næsta lítið af söguefni eða virkilegum
viðburðum til þess að gera. Ef til vill stafar þetta frá
uppskriftum þeim, er hann kann að hafa fengið. Hvaðan
hitt efnið er tekið, hef jeg ekki getað fundið, og má vel
vera, að Magnús hafi þar farið eftir sögusögnum kaupmanna
eða annara, sem til landsins komu. En þær hafa verið furðu
rjettar og nákvæmar; jeg hef borið mest af þeim saman við
sögurit og komist að raun um, að svo er. Að fara frekara
út í þetta með skýríngargreinum neðanmáls þótti fullur óþarfi,
með því að útlendu kaflarnir geta aldrei orðið neinar
heim-iidir hvorki fyrir útlendínga nje Íslendínga. Hins vegar var
engin ástæða til að kippa þeim út, því að þeir heyra ritinu
til og sýna eins vegar, hvað maður út á íslandi þó gat náð
í á þeim dögum, og hins vegar tíðarandann sjálfan að öllu
saman lögðu. Að munnlegar sögusagnir sjeu heimildir
sýnist höf. gefa i skyn þegar hann segir (við árið 1651):
íSagðt út andlátc osfrv; beinlínis segir hann það (við árið
1680): »Komu dansker .... sögðu gott árferði« osfrv., (við
1683): »með dönskum spurðist» osfrv. Efalaust er fleira
svo til komið, þótt ekki sje það sagt berum orðum, einkum i
fyrra kaflanum ritsins.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0114.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free