- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
145

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

annáll magnúsar magn’ússonar.

145

I Svefneium á Breiðafirðe lagðist vinnumaður á Skarðe
ósiúkur niður um kvölldið, enn fanst dauður um morguninn
— Varð skiptape í Hölldskulldsei, komust af 3 menn enn
2 dóu.

Siálfuan ióladægenn á Klifstað i Lomundarfirðe í
Aust-fiörðum fiell snióflóð á baðstofuna, hvar under varð presturinn
síra Þorvarður Arnason so hann dó1). Enn hitt anað fólckið
naaðist lerkað undan, en þó með lifue — Varð skiptape
á Eiafirðe teinahringur frá Múkaþverá sender af Birne
Magnús-sine til Grímseiar efter fiske og þar á 10 menn gifter og 1
ógiftur, komust til Grímseiar og fermdu skipið á sunnudag og
fóru af stað, enn er þeir komu á Eiafiörð komu þeir í
hafis-sporð og tindust aller — Eitt hollendskt fiskeskip ætlaðe
þeim að hiálpa og gátu ei — Um sumarið á Hólum í
Hiallta-dal reið raaðsmaður og Guðbrandur Thorláksson til Hofs firer
framan Hóla og er þeir riðu heimleiðis aftur sindist þeim
allur Hólastaður í einum loga þar til þeir komu að eirnre
kelldu er brúuð var hart nær staðnum so þeir litu af, sáu þá
að staðurinn stóð sem vera átte.

Andaðist Árne Jónsson í Hrafnsei undarlega, rerre tii
fiskeveiðar um morguninn heill og hraustur, enn þá hann
til miða á meðal annars fiskefeings dró hann stóra fliðru
1 tvær reisur og miste, í þriðia sinn rende hann sinu fære
kom á sama fliðra, hvoria hann dró under borð og datt
So dauður aptur á bak, síðan rendu hans hásetar og kom á
ei1 sama fliðra, hvoria þeir gátu þá unnið — Stóð ifuer
slsemt mál mille Jóns Eggertssonar og Biörns Pálssonar —
^’örns Magnússonar og Magnúsar Jónssonar á Völlum, urðu
sátta dreigin firer meðalgöngu góðra manna —

Anno 1673 15. ianuarí andaðist kóng. Maitt. unge son
Ghristian Vilhelm — Komu hollendsker og rúsker gesantar í
Kaupinnhafnn — Herradagur halldinn í Danmörck — M. Eirík
lriksson3) sócknarprestur til Vor frú kirckiu vígður til biskups
’fuer Þrándheimsstigðt í Noreg — Eitt stríðsskip filger kaup-

’) Taliim dáinn 1673 i Prestat.; Espólín telur það og 1678 en segir
»að-s fángadag jóla« (1672?).
) E. Pontoppidan (1616—78).

10

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0157.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free