- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
192

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

192

SKÝRSLUR UM KÖl’LUGOS. 192

sérlundaður og nokkru þvi vill trúa, er vorir forfeður hafa
sagt, þó að ei finnist i annálum. Og þar sem ekkert finst
sannara eða vissara, veit ég ekkert á móti því, að greind gjá
megi ei hafa sitt nafn af ráðskonu þeirri á
Þykkvabæjar-klaustri, er Katla hjet, og sagt er að hafi hlaupið og drepið
sig. Víst veit ég, að sá margfróði herra Eggert Ólafsson vill
leiða þá sögu í efa í þvi kvæði, er orti 1756 um Kötlugjá,
er hann kallar Kötlugylling, hvar hann í 12. erindi kvæðis
þess og útleggingu þar yfir framfærir eina sögu eftir
Alftavers-mönnum hjer, um það að sá smalamaður hafi Skúli heitið,
er Katla hafi myrt og í skyri ýlt, en hvorki fyr né síðar hef
ég heyrt. þá frásögu, og ei kannast nú Alftaversmenn né
aðrir þessarar sýslu innbyggjendur, er ég hefaðþvi spurt um
Skúla þann. Hafa þeir því. er þeim skarpvitra lögmanni
fortöldu sögu þá, er hann greinir, bæði sagt honum skakt til
nafns smaladrengsins og mikið órímilega um hlaup eða spor
Kötlu, svo tal þeirra mátti framar sýnast nokkurskonar
upp-diktur en sannindi, sem hann og að vonum áleit það. Ég
læt þetta vera við sitt verð; en vil segja frá því, sem ég
hefi heyrt og séð, um það að gjá þessi í jöklinum hafi sitt
auknafn af Kötlu hér í fykkvabæ.

Alkunnugur er sá málsháttur í Iandi voru: »Ekki (aðrir
segja: senn) bryddir á Barða.« 1740 á Víðimýri í Skagafirði
var ég í samkvæmi, er hlut að áttu skyldmenni min; ásamt
öðrum gamanræðum kom þar í tal málsháttur þessi, og hvernig
hann tilkæmi í öndverðu. Voru þar tvennar sagnir um. En
sá margfróði prófastur sra Sæmundur Magnússon fortaldi. að
það hefði í fyrndinni hent sig, að ein kona hér fyrir austan,
er Katla hefði heitið, hefði drekt dreng þeim í sýrukeri, er
Barði eða Bárður hét, hvar eftir hún hefði hlaupið í gjá þá,
er eldi spýði; væri sú gjá í dagmálastað úr Skagafirði, hvað
og einnig sannaðist nú í síðasta hlaupi gjár þessarar. Nú þá
ég hingað komst austur á land til staðfastrar veru árið 1755,
og gjá þessi spjó eldi og vatni, vaknaði aftur frásaga prófasts
i minni mínu, og fór því betur bæði af. gamni og alvöru að
spyrjast fyrir greindri frásögu, og fann engan, sem ei kannaðist
hér við hana. En írekastur af öllum var Jón sál. Sigurðsson
i Holti i Mýrdal, vitur maður og fróður i mörgu á sinni tíð,
hér í sýslu og nokkurn tima í Múlasýslu verið skikkaður i
sýslumanns og dómaraembætti og hafði margt af gömlu tægi

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0204.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free