- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
204

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

192

SKÝRSLUR UM KÖl’LUGOS. 204

langt fram yfir miöja nótt, linaði þá nokkuð fram að morgni
(og þessa nótt hafði engi maður svefn, ró né hvíld, og fáir
gjörðu sig til svefns að leggja), uxu þá strax aftur dunur,
reiðarslög, brak og brestir i loftinu með myrkur, sorta og
eldgangi, hvað þó alt gekk með fjallbygð frá vestri og til
austurs, því vindur var suðvestan. Og þann sama dag, sem
var 3. septembris, þá hafði enginn peningur björg né haga
vegna þeirrar ösku og sands, sem á var fallinn jörðina.
Pen-ingur hljóp aftur og fram í allar áttir sér fæðu að leita, naut
með bauli og grenjan, hestar með hneggi, sauðir meó jarmi,
svo sorg og eymd var að sjá og heyra; kúfénað varð strax
inn að binda og hey að gefa.

Þann 4. septembris var vindur ogsvo suðvestan með
sól-skini við sjósíðuna og um Verið, en við fjallið með
ösku-falli, eldgangi, braki og brestum, sem áður segir. Kom þá
svo mikið (á sömu dögum) myrkur og öskufall í Tungu og
austur með öllu fjalli að frá því fyrir miðdegi á sama degi
og fram að sólsetri, þá kunni engin skepna af sólarinnar
Ijósi eður dagsins birtu aðra að sjá (né gagn af að hafa),
með þeim ógnar eldi og reiðarþrumuslögum, er þar með
æ fvlgt hafði, sem og Ijóst heyra og sjá mátti annarsstaðar
frá bygðum.

Þann 5. og 6. septembris þá gekk það og alt í sama
máta eins til í Tungu og austur með fjalli og áður segir, svo
hvorki naut dags né sólar.

Þann 7. septembris veik vindur sér til útnorðurs svo þá
sneri öllu öskufalli og myrkri hingað á Verið og staðinn svo
strax um dagmál (eður mjaltir) þá kom hér svoddan öskufall
með svoddan þreifanlegu þykkvamyrkri, að enginn annan sá
þótt í hendur héldist, lét eg Thorsteirn M. s. þá (áður en
rnyrkrið á datt að mestu) reka allan minn kvikfénað heim að
fjósi eg hugði inn að binda, hvað mér þó við tólfta mann ei
vanst að gjöra, komum vér honum sem naumast heim að
fjósdyrunutn og undir heygarðinn, varð þá svo myrkt að
hvorki sá né rataði fénaðurinn dyrnar og eigi heldur vér,
svo þar stóð alt sem komið var, bæði menn og fénaður og
hver hélt öðrum með hröpi og kalli, svo myrkrið skyldi oss
eigi aðskilja né sundur slíta, þvi það var svo þykt og
þreif-anlegt að vér heyrðum varla hvers annars kall, þótt nálægt
hver öðrum stæði, vorum vér svo um stund við oss ráógast,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0216.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free