- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
205

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

192 SKÝRSLUR UM KÖl’LUGOS.

205

hvort oss niður setja skyldum eður bæarins leita. En þó
fýsti oss um síðir bæinn að finna ef ná kynnum og héldust
svo i hendur 9 karlmenn (en 3 urðu óviljandi eftir af oss
við fjósin, hverja eg síðan með lykt og ljós aftur sækja lét),
ráfuðum svo bæinn að finna þangað i veg sem vér meintum
hann vera, því enginn vissi í hverja átt sneri eður snúa
átti, og um síðir fyrir þreifanleg kennileiti á veginum og fyrir
einn litinn lækjarfoss, sem á milli var fjóss og bæar, til
hvers vér æ heyrðum og oss eftir drógum, þá fundum vér
(þó tregt veitti) húsagarðinn og náðum svo um síðir staðarins
norðurdyrum, og um allan þann tíma frá dagmálum og fram
yfir nón þá varði og hélzt hið sama myrkur með ösku og
sanddrifi, reiðarþrumuhljóðum, braki og brestum svo ógna
mátti. 3?essi eldgangur, hljóð og brestir var svo mikið i
loftinu yfir oss og á jörðunni alt í kringum oss, item utan á
vorum hötturn og öðrum fatnaði var svo mikill glóandi eldur
að sjá svo sem vér allir i einum loga værum eður sem
gló-andi kolum umdreifðir. En þó bar það ekki þvílíkan lit svo
sem vor náttúrlegur eldur hefur, heldur svo að sjá sem
maurildi af nýjum fiski eður svosem hræljós eður hrævarlogi
að nokkrir kalla. Sagður eldur eður fýrglossur strauk og fló
svo vel um jörðina sem um Ioftið, svo allir hlutir sýndust sem
i einu báli í því augnabliki sem það að kom.

Nokkra menn heyrði eg segja, að þeim hafi átt at svíða
eftir hendur og andlit, þar sami eldur þá snert hafði. Item
ogsvo að ull á sauðum hefði sem sviðin sézt, hverju eg varla
trúði, þvi aldrei varð eg þess var, aö hann í hinn minsta
máta hvorki yl né hita með sér færði, eður það, að hvorki
sandur né rigningarsteinar i nokkurn máta heitir né varmir
V8eri, annars þá hefði sá eldur stærra og meira skaða gjört
mönnum og fénaði enn hann gjörði. Nokkrir meina að sami
e’dur færi eigi með sér svoddan hita eður bruna sem vor
"áttúrlegur eldur, og meina hann brenni það ekki neitt sem
náttúrlegt er að brenna skuli, heldur hvað móti er vors elds
nattúru, svo sem er steinn og vatn etc. Svo sem af því
uokkurn part satt bevísast, að grjótið brenni hann til ösku,
en af vatninu logar hann sem af lýsi eður beztu fitu, svo sem
almannarómur er, að fyrir norðan Glómagnúpssand(!) hjá
Skeiðarárjökli þá eru þau stöðuvötn, sem kallast Grímsvötn,
nær sagður Skeiðarárjökull hleypur með eldi, ísi og vatni

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0217.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free