- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
213

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SKÝRSLÍJR DM KÖTLUGOS.

213

gagns verið nokkurstaðár á sveitum og ekki heldur verða fyr
en að grænum grösum, svo sem um fardagabil eður fráfærur,
utan þar sem mýrlendið má fyrri til gagns verða; nautpeningi
hefur öllum síðan gefið verið, svo aldrei hefur siðan til stórs
gagns útlátinn verið. Kaplapeningar af öllum þessum
sveit-um var, strax menn því viðkomu, í Mýrdal og undir Eyjafjöll
í burt rekinn, svo hér á sveitum engir eftir eru, utan þeir,
sem menn neyddust til daglega sér til nauðsynja með að
fara, þó óvíðast utan einn hjá sórhverjum búanda, hverjir
hey og hús nótt og dag hafa verða.

Af sauðfé nærri aldauða, svo ei eftirstendur utan á stöku
bæum fáeinir sauðir (sem áður segir), utan hér í Verinu í
því afmetna landsplássi, sem guð frá öskufallinu því mesta
verndaði og varðveitti (sem áður er sagt), þar lifir enn nú
mitt fé mesti partur (þó margt og mikið hafi aflógast) og
þeirra manna, er hér um kring búa, hefði þar nóg björg og
hagi fyrir það verið þennan vetur og þó miklu fleira verið
hefði, ef sá mikli kapla og nauta grúi, er þangað hljóp og
þusti úr öllum sveitum með það fyrsta, sem fyrri er um
talað, hefði þar ekki alt upp urið og sviðið líka sem eldur
hefði yfir gengið, hvað mönnum þar útí stærstan skaða gjörði.

En sökum þess að guð hefur veturinn svo góðan og
æskilegan gefið til þessa sem nokkur hefur á mátt kjósa og
komi nú ekki stórhörkur héðan af, þá meina eg það lifa
muni og framstreita vel flest. Berfátækt fólk er hér orðið
um allar sveitir, hungur og harðindi á vel flestu, því ekki
hefur enn af sjónum geflst, guð má fyrir sjá og bezt um ráða,
hvernin það tilgengur.

Sand hefur mjög svo síðan veturinn kom allvíða fyrir
regnum og þrástormum þverrað, fokið og afrignt, sérdeilis
hér sunnarlega um Verið og staðarins haga, undir Fjalli og
i Landbroti, þar sem sandurinn kom ekki í mesta máta, svo
þar verða menn víð hús eftirkomandi á flestum jörðum, þó
landskyldir megi þverra eða litlar verða. En í Tungu hefur
litið minkað sand eður ekki, þar liggja 18 jarðir með ij þar
næsta fyrir austan Skaftá undan Fjalli, þær leggjast (næsta
ár, sem ljóst er, eður lengur) allar í eyði, svo eg hygg að
enginn maður hafi nokkra þeirra til gagns eða nytsemda.
Skógar eru þar allir sandi kafnir, svo ei verða nýttir. Þar
hggja 9 kongsjarðir, er síra Snæbjörn hefur, 7 klausturjarðir

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0225.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free