- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
214

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

192 SKÝRSLUR UM KÖl’LUGOS. 214

eg meðferðis hefi, ein jörð bóndaeign og eitt beneficium, þar
presturinn á situr, og eru margar af þeim, er áður voru enar
beztu kongsjarðir.

Hér i Veri liggja til klaustursins 8 jarðir með þeirri, sem
presturinn á býr og hans forléningsjörð er, þær byggjast ei
annars en svo, að þar sem tveir áður bjuggu liggur nú
naum-lega einn við hús með lítilli landskuld, mest vegna þess, að
sumar og vetrarhagar eru allir sandi byrgðir. I Meðallandi
norðast verða og iij jarðir nær i eyði eður með lítillegri
bygging. Klaustrið sjálft meina eg fái aftur nærhæfis haga
og fénaðarbeit, en hvort tún og engjar upp aftur næsta ár
tilgagns spretta eður eigi, kann enginn vist fyrir sjá né vita,
fyr en að Jónsmessu eður slætti kemur, en það er sýnilegt
að allar hálfar engjar eður meir eru næsta ár og lengur af
með öllu.

Af þessu klaustri er afgjald nær ijc ríkisdalir, eg veit
fyrir vist að öll þess hálf renta og inntekt er með öllu af og
forhlaupin, ef ekki er betur. Eg veit eigi hver bygging eður
búskapur á þessum sveitum er eður heita á héðan af armóðs
og fátæktar vegna, því hér kann enginn sjálfum sér bjarga
þess heldur öðrum hjálpa, liði guð að nokkrir eftir haldist
og hari við jarðirnar i vor, þá má héðan alla fátæka eður
vel flesta, sem eftir lifa, úr sveitinni í aðra fjórðunga dæma,
því þeir, sem við jarðirnar inni liggja, hafa litil ráð til sig og
sín börn og fjölskyldu að næra, en slétt engin efni þann
mikla fólksfjölda að fæða, er nú allareiðu á sveitinni er, þess
heldur ef fleiri uppflosna, sem sýnilegt fyrir hendi ljóst er að
verða muni. Guð hjálpi oss öllum með sinni náð og gefi
oss vora stundlegu björg og atvinnu (eftir sinum náðuga
vilja), svo lengi sem hann lætur oss hara og lífið sparar í
þessum sorgfulla eymdadal, hans heilaga nafn sé blessað fyrir
utan enda frá nú og til eilífrar tíðar. Amen.

Sökum þess, góði vin síra Ólafur Jónsson, að þér mig í
yðar síðasta bréfi (mér tilskrifið) beðið hafið yður að ávisa
hvernin viðbar og til féll um þessi ógnar undur, jökulhlaup
og tilfelli, þá sendi eg yður nú þessa frásögu svo
saman-skrifaða og tilsetta sem hún við bar dag eftir dag, og síðan
inn til þessa skéð er, sem nú er komið. Hafa þessi hlaup

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0226.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free