- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
215

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

192 SKÝRSLUR UM KÖl’LUGOS.

215

nú í manna minnum iij verið (áður fleiri, þau menn eigi til
muna) og hefur þetta af þeim þriðja vegna öskufallsins mesta
skaða gjört. fað fyrsta af þeim síðustu iij meina eg að verið
hafi Anno 1581 eður þar um, og þá var Eggert tekinn á
Vestfjörðum ef fribáturum (sem þér skrifið). fað annað því
næst var 1612 og það var það fyrsta ár, er eg meðtók þetta
klaustur, og það skeði 12. Octobris.1) fetta sem nú í haust
var, er það þriðja, hvert með sinni ógn, eldi og öskufalli að
öll hin yfirgengið hefur, en þó er almæli, item og auðséð, að
þau fyrri, sem menn ei til muna, hafi stóran skaða gjört,
marga jörð á milli Mýrdals og hér burt tekið og eyðilagt;
menn segja og að fólkið hafi ogsvo sumstaðar með burt tekið,
sem og eigi er ótrúanlegt að verið hafi. Eg hefi nú tvö af
þeim með hættu og lífsfári reynt og afstaðið, þess þriðja
girnir mig ei bíða, en þó veit eg og treysti guð svo
mátt-ugan að hann getur mig svo úr því leyst og frelsað (þó til
félli) svo vel sem frá þessum tveimur afstöðnum; gjöri guð
sinn náðar vilja svo um það sem alt annað. Amen.

Hafi þér nú mitt fullkomið svefna á milli hvíldarlaust
dagsverk, fyrir hvert (væri ei svo rangt og illa skrifað sem
er) eg vildi laun heimta, væri eg nálægri yður en er,
sér-deilis í þessari pappírseklu, verð fyrir pappirinn, utan yður í
þanka virðast megi, að eg fyrirfrain (sjálfskamtað með skemt
og tíðfordríf) það úttekið hafi, þá skal þar ekki framar
heimtan fyrir höfð vera, heldur kvittum kvitt etc. Virðið
gamanyrðin vel og til meinleysis, sem eg ei efa. Skrifað að
Þykkvabæ í Álftaveri á Síðu þann 4. Martii A° 1626.
____Thorsteirn Magnúss. með e. hendi.

Gos úr Eyjafjallajökli.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0227.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free