- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
216

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

III. SKRIF SÍRA JÓNS SALOMONSSONAR UM
HLA(JPID ÚR MÝRDALSJÖKLI, ANNO Í660.1)

Anno 1660, þann þriðja nóvember um kvöldið móti
dag-setri, sást fyrst eldsuppkoma til norðurs, tilsýndar frá
Höfða-brekku, er sú jörð við Mýrdal í Skaftafellssýslu, með
langvar-anlegum landskjálfta, hartnær sem menn meintu heila stund,
þó stundum yrði nokkur kyrð á, áður en eldurinn uppgaus.
Þar eftir um kvöldið sama dags, þá úti var vanalegur
vöku-tími, og menn vildu hvilast, kom fram að Höfðabrekku
jökla-gangur með ofurmáta miklum vatnsþunga, hver sitt útfall
hafði í Kerlingardalsá, sem flóar fyrir austan Fagradal, hvert
jökulhlaup hljóp 49 faðma lengra og hærra upp á það
tak-mark, er nefnist Múli, fyrir austan bæinn á Höfðabrekku,
heldur en hin önnur tvö, sem hér næst fyrirfarandi hafa
hlaupið, og elztu menn í þessari sveit til vissu frá að segja,
hver sifeldur vatnastraumur með stórjöklagangi að iðuglega
framflaut, þó með misþungum straum, til
mánudagsmorguns-ins, sem var sá 5. nóv., féll þá nokkur aska á sunnudaginn,
sem var sá 4. nóv., en tók þó ei aldeilis af alla haga.
Fram-ruddi svo sá mikli vatnanna stórstraumur flestum stórjökum
af aurunum fram í sjó og uppfylti aftur með jökulleiri. Siðan
varð nokkuð hlé á á þeim degi vestanvert á aurunum, sem
hélt þó sinni fyrri upprás og framgangi austur i kringum
Hafursey og þar fram í sjó, svo vítt og langt er tilsást með
ákefðar straumrensli. Þetta fyrirskrifað jökulhlaup gjörði ei
stórmeira tjón né skaða jörðinni Höfðabrekku en hin önnur
fyrirfarandi höfðu áður gjört, heim við sjálfan bæinn, hvar

>) Hdrs. Bókmf. nr. 37—8°. Sbr. Hdrs. J, S. nr. 158 fol., 414 og
416-4°.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0228.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free