- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
217

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

192 SKÝRSLUR UM KÖl’LUGOS.

217

fyrir menn meintu framvegis óhætt verða rnundi, fyrir
guð-lega tilsjón, mönnum og húsum.

A þriðjudaginn, sem var sá 6. nóv., framflóaði sami
jökulstraumur allan þann dag í samfeldu vatnsflóði, ált fram
að þeim fyrskrifaða Múla, fyrir austan bæinn á Höfðabrekku,
en norðan það takmark, er kallast Kaplagarðar og svo langt
austur sem til mátti sjá af’ háfjöllum, svo á öllum þeim breiðu
aurum var ei einn hóll uppi. En hjá Höfðabrekku var þá
ekkert jöklavatn allan þann dag, svo menn meintu það mundi
frá hefja,1) einkum þeir eldri mennirnir, er nálægir höfðu
verið þeim fyrri hlaupunum. A miðvikudaginn, sem var sá
7. nóv., var kafadögg, sást því ei vel til, en heyrðum þö
allan þann dag svo þungan vatnsnið fremur en áður, þá
ásýndin var meiri, og á þeim degi hljóp einn iítill straumáll
heim fyrir austan og framan bæinn á Höfðabrekku, hvers
litill partur skvettist á kirkjugarðinn, svo þar sást aðeins
jökulslitur, nær það afleið, en sá sami straumáll hafði þó svo
skaðsamlega verkun utan frá bænum, að hann að vísu
yfir-gekk fjórðunginn alls túnvallar, flóaði svo þangað sem
fiski-skip stóðu, hver að áttu þeir bræður Magnússynir, Hallgrímur,
Vigfús og ísleifur, þeim úr stað fleytandi 77 faðma, náðust
svo aftur, fyrir þreifanlegt kraftaverk drottins, óbrotin að
mestu tilsýndar; mistu þó frá þeim allar árar, annað stýrið
(út í sjó), náðust nokkrar aftur, sumar i sundur brotnar.
Að-faranótt þessa dags var nokkurt hlé á heim við bæinn, svo
menn Iögðu sig lil hvílu móti degi, því þá hvorki sá né
heyrðist til nokkurs vatns. En í birtingunni, þann 8. nóv.,
vaknaði fólkið við vatnsniðinn, hver svo var mikill og
strang-ur, að hann hljóp beggja megin kirkjunnar, brjótandi í fyrsta
áhlaupi kirkjunnar standþil, hvert vatn einnig hljóp inn í
bæ-inn, svo undirstokkar buldust með jökulleiri, en vatnið tók í
mitt lær, var þá það lausasta tilgripið, er hjálpa mátti, hvað
þó ei var fyrir utan háska, meðan flóðið yflrstóð; síðan nær
stórstraumurinn þverraði, féll heim aftur til bæjarins svo sem
nokkurskonar iðukast vestan úr túnbrekkunni, hvert frákast
frá fjallinu ruddi slikum saur og sandi heim. á bæinn, að alt
varð jafnslétt, þó hæst fram á aurunum fyrir framan og
austan bæinn, af jöklanna iðulegu ásafni, þá leir kæfði kirkj-

l) frá hverfa J. Stgr.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0229.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free