Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
IV. SKÝRSLUR [UM KÖTLUHLAUPID 1721.
1. Skýrsla pórðar porleifssonar og Erlendar
Gunnars-sonar lclausturhaldara.1)
Anno 1721, þann 11. maí-mánaðar, kl. 9 f. m., kom svo
mikill jarðskjálfti, að á sumum bæjum i Mýrdal voru menn
ei óhræddir í húsum vera, við hvern jarðskjálfta eirinig vart
varð á Síðu undir Eyjafjöllum og i Fljótshlíð,2) hverir næstu
viku þar eftir jafnlega voru, en viðhéldust að öðruhverju til
miðsumars. A sama degi kl. 1 e. m. heyrðust miklir dynkir
með stórbrestum, hverjum að fylgdi ógnarlegur eldgangur
með mökk og svælu, sem uppkom í jöklinum norður af
Höfðabrekku, úr Kötlugjá, hver jökull liggur austur til
Skaft-ártungu og að Markarfljóti, fyrir ofan Mýrdals- og
Eyjafjalla-hrepp. Kl. 2 kom krapavatnshlaup hastarlega framrennandi
með nokkrum jökum að stærð viðlíkt smáeyjum i sæ. Þetta
vatn huldi alla aura og sand frá Höfðabrekkufjöllum að
Hjörleifshöfða og til Hafurseyjar, en hvað langt það
vatns-hlaup austur eftir sandinum náði, sást ei vegna svælu, sem
af því vatni lagði. En í suðaustur af jöklinum, fyrir austan
Hafursey, hljóp svo nær um þennan tíma vatn með jökum
fram á sandinn og austur í Skaftártunguvötn, hvert skaða
gjörði graslendi í Loðinsvíkum og annarstaðar, samt
Þykkva-bæjarklaustri og þeim jörðum, sem slægju- og hagbeitarland
áttu við Kúðafljót og Landbrotsá, um hvað þingakt tekinn
var 1721.
’) Hdrs. Bókmf. Krnhðfn. nr. 37—8°. Margar afskriftir í hdrs. J. S.
og víðar.
2) í eldriti Markúsar Loptssonar (bls. 25) segir að jarðskjálftar
þessir hafi fundist austur i Lón og vestur í Rangárvelli.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>