- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
240

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

192

SKÝRSLUR UM KÖl’LUGOS. 240

Skaftártungu vestur af Hvífungsskógi(l). [Þess verður enn
getið, að í Hrifuneshólma teptist maður nokkur úr
Skaftár-tungu, þann 17., þegar hlaupið kom, og var þar nær víku á
hól þeim, sem er rétt í vestur að sjá frá Hrífunessbæ. Sá
fólk hann á reiki upp og niður með ánni, með hrópi og kalli.
Þegar fyrsta vatnshlaupið fór að þverra, þótti mönnum þá
ófært að ná eða bjarga honum, alt þangað til nokkuð betur
þverraði og bóndinn í Hrífunesi, Þorsteinn Niculásson, áræddi
að hleypa yfir ána, var þá einlægt sund vestur á hólminn, en
i kvið og miðjar siður á sjálfum flata hólminum. Komst
hann þó til mannsins, sem orðinn var hálfringlaður og kvað
ána ekki færa, en Þorsteinn dreif hann, hvað sem hann
sagði, á bak fyrir aftan sig, nauðugan, hleypti svo aftur á
sund með hann upp yfir. En rétt í því þeir lentu, fyltist alt
að nýju og það svo mjög, að alt gilið varð svo fult, að nær
því rann yfir um fyrir vestan bæinn og vætlaði í kringum
fyrnefndan hól; var þá farið að flytja burt úr bænum í
Hrífunesi, það sem fémætast var]1). Fjórir menn voru um
þann tíma að taka við í Hafursey, hvar þeir teptust i 7
dægur, en varð til bjargar, að 2 menn voru á ferð, sem vildu
til Vestmannaeyja, sem komust upp í Eyjuna um það sama
leyti og hlaupið hljóp og björguðu þeim með mat, hverjir
allir saman heyrðu á þessi undur; nefnd Ey skalfsem á þræói
léki, öskufallið og eldingarnar í kringum þá, hvar af þeir þó
ei fengu skaða, og að liðnum téðum dægrum komust þeir
allir vestur yfir með mestu hættu, slógu hestunum flötum og
drógu þar verst var á jöklinum yfir, en hjuggu spor fyrir þá
sumstaðar, komust svo til Höfðabrekku hálfringlaðir af ótta
og ógnan þeirri, er þeir sáu og heyrðu. [Komust þessir allir
i einn hellir, sem er vestan og útsunnanvert í Eynni, heyrðu
og sáu á öll þessi undur.. .. Einn þeirra ldappaði ártal og öll
þeirra nöfn i einn bjargvegg í hellinum til minningarteikns
þeirra þarveru]3).

Hið þriðja kastið af þessu jökulhlaupi og vatni hljóp
austur af öllum Lágajökli, i austur, fyrir sunnan Sandfell,
sem stendur áfast á jöklinum að vestan og norðan, og austur
á Kötlusand, og þar fyrir ot’an austur í Hólsá, fyrir framan

’) Innskot úr hdrs. J, S. 158 fol. og Lbs. 210—4°.
s) J. S. 158 fol.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0252.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free