- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
261

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

192 SKÝRSLUR UM KÖl’LUGOS. 261

leiö ogsvo lika Þykkvabæjarklaustur ásamt með hjáleigu við
það kendri og næstu bæjum Sauðhúsnesi, Hraungerði og
Hraunbæ, mikinn skaða, einkum á engjum sínum, einsog líka
melaplássi, hvers kollar svonefndir að undirstöðu sinni til
eru sandur, en þéttvaxnir að ofan af mel og blöðku;
heil-mörgum af þessum skolaði vatnshlaupið í burtu. Bærinn
Bölhraun aftökst algjörlega; Jórvík og Skálmarbær liðu ogsvo
hérvið skaða á útengjum; Landbrotsá svonefnd, sem rann
millum mín og kirkju minnar á Þykkvabæjarklaustri, og i
hverri áður var eintómt bergvatn, safnaðir bæjarlækir til
sam-ans, en eftir þetta gos valt hún fram beint frá jöklinum með
hvítum jökulgormi, hún er sú kvísl, sem að bana varð þeim
þrem, sýslumanni 0efjord, síra Páli og Benedikt bónda. Yfir
þetta eftir gosið óttalega vatn hlaut eg og mestur hluti
sókn-ar minnar, fyrst á hestum með stórum umbrotum í
botn-lausri jökulforarbleytu, með heilmörgum stikum af tré, sem
settar voru til leiðarvísirs andspænis hver annari, en þó
oft-ar vaðandi alt i holhendur að hætta lífinu, unz eg þreyttur
af slíkri vosbúð, befordraðist til Ofanleitis á Vestmannaeyjum
árið 1827 og hingað kominn viðbætti eg þessum fáu
anmerk-ingum. Það sem okkar ódauðlegi föðurlandsvinur og fræðari
dr. juris M. Stephensen lætur ritað i Kl.pósti, 1. September
1823 bls. 144 um, að Kötlugos þetta »hafi vart staðið 3ja
vikna tíma,« er prentfeil. Dagbók mín sýnir þess uppkomu
þann 26. Júní og endalok þann 23. Júlí, incl. það teljast mér
4 vikur réttar. Nærri má geta, hvílík eyðilegging Alftaveri
var vís, hefði þau mörgu vatnshlaup úr Kötlu gosið öll i
einu.

Jafnvel þótt í straxnefndu riti Kl-pósti og á þeirri hér
að framan tilgreindu bls.og fylgjandi þar tveimur, sé
greini-lega getið minnar ferðar til Kötlu á árinu 1823 vil eg samt
með eigin hendi viðtengja hana dagbók minni yfir Kötlugosið.
Hún er þá þannig hljóðandi.

Ferð til Kötlugjáar.

Priðjudaginn, þann 12. Augusti 1823 í eindreginni en þó
hægri norðanátt, fýsti mig mjög svo til að njósna um
ásig-komulag þeirrar nafnkendu Kötlugjáar, því heldur til fróðleiks,
sem vícelögmanni Eggert Ólafssyni við hans ferð upp til
henn-ar, 28. Augusti 1756, ekki tókst, sökum óveðurs þar uppi, að

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0273.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free