- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
262

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

262

SKÝRSLUR UH KÖTLUGOS.

sjá hana glögt eða fá henni greinilega lýst, lagði eg þvi á
nefndum degi á stað ásamt hreppstjóra ]?orkeli Jónssyni og
tveimur öðrum, Bjarna Magnússyni og Sigurði Jónssyni, einni
stundu yfir dagmál, frá Skálmarbæ, efsta bæ í Veri, og
kom-um við undir jökulinn upp og vestur af svonefndu Sandfelli
á Mýrdalssandi rétt um miðmunda, hvar við bundum hesta
vora og lögðum strax uppeftir löngu gljúfri, sem í
straxnefnd-um stað liggur þar inn í jökulinn, og án þess staðar að nema
og án sérlegra hindrana komustum við upp sem nálægast
var gjáarinnar norðari barmi, rétt um miðaftan, en þar
ó-mögulegt var fyrir þéttustu jökulsprungum, feikidjúpum, að
komast fram að gjánni (gjáarbarminum), leituðum við upp á
hæzta fjalltindinn norðan til við gjána og komustum upp
þangað einni stundu eftir miðaftan. f*ar eru annars 4
kletta-tindar i röð frá A. til V. af blökku hellugrjóti og fann eg þar
í hrafntinnutegund (obsidian); sá næsti þeim vestasta var
hæstur; þar numum við staðar og hlóðum vörðu stóra á
hon-um og einum hnúk til. Þaðan var víðsýnt ofan yfir gjána,
þannig ásigkomna. Hennar upptök eru i slakkanum
norð-vestan undir og niður með Mýrdalsjökuls hæsta tindi, hvaðan
er mjög svo hátt og þvergnýpt ofan i hana sunnanverða.
Stærst sprunga hennar gengur í fyrstu f’rá SV. til NA. en
síðan verður stefna hennar aðallega úr’gagnstæðri átt, frá SA. til
NV. og eins gljúfur frá gjánni, sem stefna krókótt gegnum
falljökulinn til Hafurseyjarfjalls, (sem stendur á Mýrdalssandi
laust frá falljöklinum). Um lengd hennar verður ekkert víst
sagt utan með mælingarfræði. Sá mikli jökulgeimur, sem er
á millum þeirra tveggja hæstu jökulhnúka, hefir við framrás
vatnsins mjög niðursigið og við það sprungið i sundur í ótal
sprungur og losnað við fjallshnúkana. Nokkrar af sprungum
þeim, sem við hlutum að klöngrast og stökkva yfir, héldum
við vera hér um 100 faðma að dýpt, svolengi sem við
gátum séð niður eftir þeim (en viða sáum við ekki botninn),
en að ofanverðu hér um faðm að vídd, og nálægt gjánni urðu
þær sprungur mjög þéttar og ófærar yfir um, svo að ei varð
að henni nær komist. Þessi geysiþykt hins sprungna
jök-uls hafði myndað Kötlugjá og lagst ofan yfir hennar op. I
sínum kyngis-uppköstum hafði hún hér og hvar lil að sjá
slett brennisteinsklessum, að hverjum við fengum ekki
kom-ist. Þær miklu missmíðir þar uppi, jökuldrangar (í pyramidiskri

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0274.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free