- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
263

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

192 SKÝRSLUR UM KÖl’LUGOS.

263

lögun) og margföld umbrot, verða ekki útþýdd, né komið
orðum að, einasta lið eg mér þess að geta, að þegar slétt er
orðið, eður einkum farinn að bunga uppjökullinn millum
áð-urnefndra tveggja hæstu jökulhnúkanna, mega þeir sem þá
lifa óttast fyrir nýju Kötlugjáargosi, og ef það þá skyldi taka
skemstan veg gegnum jökulinn (tekur þá stefnu) nefnilega
niður með Sandfelli (framúr okkar upphaflega nefnda
göngu-gljúfri), mundi þá Alftaveri og miklum hluta Meðallands mikil
hætta búin. Nálægt gjánni var sandfallið minst, en jafnfallið,
þá frá henni dró á jöklinum, hérum alin á þykt. Frost
hafði allan þann dag verið þar norðan á móti, en hiti baðað
að vöngum í bygðinni. Þegar við nú frá okkar áðurnefnda
vörðuhnúki, höfðum litist eftir og fræðst um það mögulega,
sem þar var yfir að líta (fullkomlega frískir loftslagsins vegna
og með endurhrestum hug af víntári) lögðum við þaðan,
einni stundu fyrir náttmál (kl. 8 e. m. d.) og með hörðustu
ferð komum við stundu eftir náttmál (kl. IOV2 e. m. d.)
nið-ur af jöklinum til liesta vorra, en einni klukkustund eftir
mið-nótt að Skálmarbæ í Veri. Fýsi nokkurn til að njósna
frek-ara um Kötlugjá, er eg (Jón Austmann pr.) falur til að fylgja
þeim þangað i eindregnu, heiðskýru veðri, þó með því móti
að hinir sömu séu hvorki lifhræddir né framhaldamiklir.

Jón Austmann.

Ekki alleinasta í saklausum heldur velmeintum tilgangi
hefi eg afskrifað framanstandandi Afhandling um Kötlugosið
seinasta út af dagbók minni yfir það (hver að glatast kann
auðveldlega að mér örendum) og hafi eg hérmeð þá æru, að
tilsenda þetta okkar geistlega góða landsföður, hans háeðla og
háæruverðugheitum’, herra biskupi St. Johnsen, með
auðmjúk-ustu ósk, það hæstsami vildi láta sér þóknast, annaðhvort
sjálfur að behalda nefndri Afhandlingu ellegar ráðstafa henni
á réttan stað í bókmentafélagsins herfórur.

Ofanleiti, þann Ista Eebruarii 1845.

J. Austmann.

Háeðla og háæruverðugum biskupi yfir íslandi ’hra St.
Johnsen, Command. af Dbr. og Dbr.m. á

Laugarnesi.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0275.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free