- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
286

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

192

SKÝRSLUR UM KÖl’LUGOS. 286

alt sand- og aurkóf, hvar þó þetta slægjulitla býli áður fékk
milli 40—60 hesta af mel og blöðku. Fyrir vestan Höfðann
er og í eyði lagt talsvert hagmelaland, er að nokkru leyti
heyrði Pykkvabæjarklaustri til, kallað Elinarsstaðir. Þennan
dag var stinningskuldi á austan og landnorðan en lygndi með
kvöldinu.

f. 20. var enn sama átt og heldur kalt, en logn um
kvöldið. Til mökksins sást þá öndverðan dag frá Mýrum,
var hann þá breytilegri en vant var, ýmist furðulega mikill
ummáls neðan til, en þá aftur fáein augnablik örmjór.
fenn-an dag áræddi Austmann prestur yfir Landbrotsá út að
Klaustri, og flutti þar embættisgjörð eftir 3 sunnudaga
messu-fall, mun hann eins og oftar síðan — jafnvel í 3sumur
þeg-ar jökulvextir fóru í Kiælarana, — hafavaðið hana fótgangandi
vegna óbotnandi bleytna, og borið spariföt sin á baki sér, eins
og annað fólk, er yfir hana sækir þangað kirkju sína.

Þ. 21. júli var sama átt og þykkviður sem daginn fyrir,
um morguninn og kvöldið, en um miðjan dag útrænublær
úr hafi með regnyrju. Þennan dag reið eg og administrator
Þykkvabæjarklausturs, Sveinn Alexandersson frá Sólheimum,
í annað sinn forvitnisferð austur á Háfell við Höfðabrekku,
einkanlega til þess að bera okkur saman við bæjarmenn þar,
hvort nú mundi ei fært austur yfir sandinn, og væri svo, þá
að halda áfram ferðinni, til að yfirlíta skaðann á nefnds
Klausturs jörðum i Álftaveri á tilbærilegan hátt. Öllum kom
saman um, að vatnsvegna mundi ófært yfir miðsandinn, en
bleytur þar að auki hvervetna óbotnandi og lítt færar,
dimm-veður svo mikið til jökulsins að ekkert sæist, hvað þar
að-hefðist; regn væri á og vísari von á vatnshlaupi, þótt eldurinn
kynni sloknaður vera, samt of framorðið dags til að byrja
þessa ferð, og var henni svo slept í það sinn.

Þ. 23. var nærfelt sama veður, grisjaði samt svo til um
morguninn, að frá Höfðabrekku — ekki Mýrum — sást til
jök-ulsins, og aðeins gufukorn yfir eldvarpinu, en um kvöldið og
nóttina eftir alls engin, hvorki þaðan, ekki heldur frá Vík né
Mýrum, svo öllum sýndist líkast, að þennan dag hafi eldur
þessi að fullu útdáið, þar hvorki næsta morgun né oftar, rétt
á eftir þegar til sást, varð hið minsta við hann vart,1) enda

I’ann 13. ágúst var eg á feröareisu austur yfir Ólafsskarð, sunnan

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0298.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free