- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
287

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

192 SKÝRSLUR UM KÖl’LUGOS.

287

breyttist nú bráðum veðurátta til náttúrlegra regns í nokkra
daga, sem aidrei framar fanst sandi blandið, né öskuryki, nema
þegar að hvast hafði verið, og vindur fært það af jörðu í loft
upp á undan. Þó talar prestsins dagbók um sífeldar
vatns-spýtingar suður í Verið, alt fram i ágústmánuð.1) Þann 1.

nr Reykjavík í blíðviðri og góðu jöklasýni um miðjan dag; sá eg þá glögt
os deildi mökkstrokur bæði úr Eyjafjallajökli og Kötlu miklu digrari
en styttri. Báðir voru mekkir þessir hvitir einsog vatnsguía.

’) lJaö var ekki einungis þetta sumar út og menn vita ekki hvað
langt á næsta vetur fram, að þessar vatnsspýtingar voru að koma,
lieldur sumarið eftir, strax sem vermisteinn fór að sýna sig undir
jöklum, eða í (hvað tíðast er eftir fardaga, um Jónsmessu fram undir
Mikaelsmessu), og hver veit hvað mörgum sinnum. IJann 23. júlí
-1824 í fögru og góðu sumarveðri, var eg snemma dags á ferðareisu,
lieimleiðis austan úr Skaftártungu, efsta vegutan yfir Kötlukvísl, með
alvönum en hugveikluðum vatnamanni, — fyr meir liafði hann um
vetrardag komist lífs af í vatnsfalli, þegar samferðamaður hans fórst,
en hann gat ei bjargað. — Yatnsfallið sjálft vel svo breitt sem Ölfusá

i Óseyri, en fyrir löngu farin að vaxa, einsog önnur jökulvötn (sjá
nótu við 16. júli), lá nú kyrt og rann í frám með hægð, að líkindum
liesti varla í kvið, en þegar við áttum spölkorn eftir út að þvi, risu á
augabragði við vesturlandið öldur svo háar, einsog allrastærstu
brim-sjóir við land, svo huldi vel upp í miðja Hafursey (skamt fyrir
vest-an kvislina) með hávöðum og fossagangi úr hófl, svo ófært sýndist
með öllu vestur yfir. Varaði þetta rúman fjórðung stundar, þangað
til alt smálagði sig aftur, og varð eins kyrlátt sem áður,. þá við í
fiýti áræddum út yfir, og fylgdarmaðurinn strax til baka austur
yflr, en - i því hann náði eystra landi reis aftur viðlika ólag sem
hitt, er þó til lukku ekki náði honum til riða. Datt mór nú í hug
að gefa dag þennan, það eftir var út, til að litast þar umkring, skoða
jökulgljúfrið fyrir ofan, hvaðan kvisl þessi fram brýzt, og ef mögulegt
komast. ef’tir, hvar af’ og hvernig of’tnefnd vatnsköst orsökuðust. Að
sjálfu jökulgljúfrinu varð ei komist fyrir jökulliruni og óbotnandi
gryfjum á milli, enda var þar ekkert markvert annað að sjá, en það,
að vatnið sem þar brauzt fram milli jakanna, breytti sér ekkert nó
óx, jafnvel minkaði, þegar áðurnefnt öldukast kom upp, hvað aldrei
var nær framjaðri jökulsins að ofan en á að gizka 30, mest60 faðmar,
oft miklu fjær, en vatnsmegnið þar fyrir framan stórum meira en
áður, þangað til öldukastið lagði sig. Sá eg síðan glögglega, að hvar
þetta ætlaði að reisa sig, bungaði fyrst vatnsbotninn upp meira eða
minna eftir sem öldukastið siðan varð. Upp úr nefndri bungu vall
þá bráðum drjúg vatnsspýting, með smájakagangi, og nú komst sá
lausi aurbotn fyrir framan og ofan allur á ferð og flug i einu
auga-bragði, og sást þá, að téðar öldur mestpart voru aureðja, sem vatnið,
er upp spýttist, rótaði upp til og frá, þangað til alt gat slétt sig aft-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0299.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free