- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
288

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

192

SKÝRSLUR UM KÖl’LUGOS. 288

dag í strax nefndum mánuði áræddi og komst fyrstur manna
vestur yfir Mýrdalssand alþektur maður Olafur Sverrisson; lagði
hann úr Skaftártungu nálægt hinum gamla vegi fyrir framan
Hafursey út yfir Kötlukvísl, úr hverri allar vatnsspýtingar, sem
áður eru taldar, fóru í Kiælarana og vestur, fram yfir
Alfta-ver og Bólhraun; hlóð hann vörður hvar sýndist bezt haga,
komst að Höfðabrekku um kvöldið, og sneri austur yfir aftur
daginn eftir, sem segir i dagbók Eiriks bónda. Framar
get-ur hún um, að þann 9. ágúst hafi 4 menn austan úr Veri
lagt út yfir sandinn, beint frá Herjúlfsstað eða svokölluðu
Benedictsseli, þolanlegan veg. Síðasta dag júlímánaðar var
svo fjaliabjart, sem orðið gat, gafst þá bezta sýni yfir allan
jökulinn, hvar þó var tilsýndar neðan frá rótum einsog
kol-svartasta, nýtt brunahraun alt vestur á Sólheimajökul, að
frá-teknu allra efst kringum eldvarpið, livar auðséð var, að snjór
hafði drifið, síðan eldurinn dó, líklegast sunnudaginn næstan
eftir, er allan daginn var hlýindaregn í bygð niðri. Um
þess-ar mundir skifti aftur um veðurátt, til sömu en hvassari
norð-lægu þyrringa, sem áður voru, og þá sjaldan að úrkomu
gjörði var það snjór til fjalla, alt til hins 18. ágúst. Varð
ekki á haganlegra kosið úr því sem ráða var hér í Mýrdal
og Álftaveri, hvar mestum sandi hafði rignt, því nú reif hann
svo öfluglega af og dreif í sjó út, að strax var sjónarlegt,
víðast mundi jörð jafngóð verða. Og svo var megnt
sand-kafaldið um kring Sólheima þann 3. ágúst, að ekki sást til
um hádaginn að lesa sunnudagshúslesturinn. Eftir þann 18.

ur. Kæmi þetta víðar en i einum stað i einu, varð þeim mun meira
öldukastið á eí’tir. Nú gjörði eg mór í lund, að brúnin eða jaðarinn
á falljöklinum, er enda veit fram á sandinn, sé vegna sinna afarþyngsla
siginn marga faðma niður, og fram á við niður í sandinn, sem enginn
veit hvað marga f’aðma þykt liggur undir og framan við l’alljökulinn.
Sjálfsagt er að það vatn sem kemur langt að ofan, undan
aðaljökiin-um, grefur sig niður undir isinn, hvar það getur, og gjörir sér farveg
fram undir isbrúninni, sem hér liggur hulinn niður í aurnum, langt
yfir það sjáanlegt er að ofan. fað vatn, sem ekki kemst i farveginn
vellur upp i gegn um sprungur í jöklinum, fram i gljúfrið og hefur
þar sitt jafna rensli, A hverri stundu geta téðir farvegir tepst af
hinum lausgerða aur, grefur vatnið sig þá hvar bezt getur, til að
fá brotist undan þeirri sandhuldu ísbrún, og þá kemur öldufallið;
er ei ólíklegt, að þetta vilji svo verða meðan vatnsfall þetta nær ei
að grafa sig niður i harða grjótmöl, eins og Mútakvísl var áður.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0300.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free