- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
343

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

um skattbændata l 1311.

343

at þeir eigu at gjalda þingfararkaup. En þeir eigu at
gjalda þingfararkaup, er skuldahjón hvert hefir
höf-uðkú skuldalausa eða kúgildieðaneteðaskipokbús
búhlutialla, þáerþatbúmáeigi þermlask.1)
Skulda-hjú hans eru þeir mennallir, er hann á fram at færa
ok þeir verkmenn, er þar þurfu fyrir at vinna.
Ein-virki er réttr í kvöð, ef hann á svá fé, at
skulda-hjóna hvert hljóti tvau kúgildi.

Hjer er búakvöðin bersínilega aðalefnið, enn í sambandi
við það er um leið notað tækifærið til að drepa á skilirðin
firir þingfararkaupsgjaldinu. Áð þessu leiti er Staðarhólsbók
alveg samhljóða Kb. Hún birjar svo: í*á skal búa kveðja,
er fé eigu svá, at þingfararkaupi eigi at gegna.
Síðan greinir hún skilirðin firir þingfararkaupsgjaldinu. Og
loks kemur greinin um einvirkja alveg samhljóða, eins og hún
er í Kb.2) Af henni hafa menn viljað ráða, að einvirkjar
hafi ekki goldið þingfararkaup, nema þeir ættu tvö
kú-gildi firir hvert skilduhjón. Enn það segir greinin ekki, heldur
að eins, að ekki megi kveðja þá búakviðar, nema þeir
eigi svona mikið, og greinin á undan segir undantekningarlaust,
að þeir bændur, sem eiga eina kú eða kúgildi firir hvert
skuldahjón, eigi að gjalda þingfararkaup. Greinin um
einvirkj-ana virðist eftir sambandinu vera undanþága einvirkjum í vil
frá hinni almennu reglu, sem á undan er gengin, að þeir
bændur, sem gjalda þingfararkaup, sjeu rjettir í kvöð, og er
hugsunin þessi: Þó eru einvirkjar, sem gjalda þingfararkaup,
því að eins rjettir í kvöð, að þeir eigi tvö kúgildi firir hvert
skuldahjón. Þessi undanþága er mjög eðlileg, því að þeir,
sem kvaddir vóru búakviðar, urðu að fara til þings og vera
allmarga daga burtu frá búi sínu, enn það gat einvirki ekki,
nema hann væri svo fjáður, að hann gæti fengið mann í sinn
stað á meðan til að standa firir búinu. Aftur á móti er
þessi ívilnun við einvirkjana ástæðulítil, ef hún á við
þing-fararkaupsgjaldið, þvi að einvirkjar vóru ekki fremur enn
aðrir bændur skildir að fara til þings, ef þeir guldu
þing-fararkaupið, heldur gátu setið heima og stundað bú sitt.

’) Sbr, Arnarbælisbók í Grág. Kb. 1883, 173. bls., sem er samhljóða

þessari síðustu setningu aö efninu til.
s) Grág. Stbb. 320. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0355.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free