- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
350

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

296

UM SKATTBÆNDATA L 1311. 350

vera frá næstu árunum á undan 1096, eða h.jer um bil frá
árunum 1092—1095. Nær verður ekki komist, þvi að vjer
vitum ekki, hve lengi var verið að bræða tíundarlögin, áður
enn þau náðu fram að ganga á alþingi.

í Skírslum um landshagi á íslandi I 322. bls. hefur
Arnljótur ölafsson gert áætlun um manntal á íslandi um 1100
eftir þingfararkaupsbændatali Gizurar biskups. Hann hefur
til þess þá aðferð, sem áður er* sagt, tekur árið 1753 til
samanburðar, finnur first tölu allra bænda um 1100 eftir
sama hlutfalli og var milli skattbænda og allra bænda 1753,
giskar síðan á, að jafnmargir hafi verið í heimili 1100, eins
og vóru 1753, og margfaldar tölu allra bænda með þeirri tölu
(7V5). Með þessu móti verður niðurstaðan hjá honum, að
manntalið um 1100 hafi verið 104753. Sjálfur er hann sjer
þess meðvitandi, að þessi útreikningur muni vera »hæpinn í
marga staði«, og tekur meðal annars fram, að árið 1753 sje
óheppilegt til samanburðar, þar sem harðæri var á undan
gengið.

Konr. Maurer andmælir þessum útreikningi Arnljóts
Ólafs-sonar í bók sinni Island, á 440.—448. bls. Hann heldur því
fram, að efnahagur bænda á íslandi hafi verið ifirleitt betri
og jafnari um 1100 enn á síðari tímum, og að allur þorri
bænda þá hafi verið svo fjáðir, að þeir hafi átl að gjalda
þingfararkaup. Ekki færir þó Maurer neinar fullnægjandi
sannanir íirir þessari skoðun sinni. Sumt af því, sem hann
tínir til, virðist ekki koma þessu máli við, t. d. þaö sem
hann segir um forlagseiri ómaga.x) Samt leiðir hann sennileg

’) Misskilningur er þaö, j)ar sem hann ræður |>að af Jónsbók Framfb.

1. k., að forlagseirir ómaga hafi verið vextirnir af 3x/2
hundr-aði álna firir karlmann, enn af 2’/2 hundraði firir kvennmann um
árið. fað væri lág meðgjöf, enda stendur það ekki á þessum
stað, heldur er „tveggja missira björg" þar talin hvorki meira
nje minna enn 372 hundrað firir karlmanninn, og 2’/a hundrað
firir kvennmanninn. ’Þetta kemur og allvel heim við Búalög
(Atli, Kh. 1834, 213.-216. bls.).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0362.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free