- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
361

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

296 um skattbændata l 1311.

361

sem Jónsbók tiltekur (1 : 6). Hlutfallið milli smíðalaunanna
og verðmætis silfursins ósmiðaðs verður þá sem 20:36, eða
sem 5:9.x) Enn nú er það athugavert, að eftir Búalögum er
gilling fólgin i smíðalaununum, enn um feldardálkinn er þess
ekki getið, að hann hafi verið giltur. Firir þessu verður að
gera, og hef jeg um það borið mig saman við einn af okkar
bestu og greindustu gullsmiðum, herra Ólaf Sveinsson. Hann
segir, að það muni láta nærri, ef smíðalaun á 1 eiri (c. 2 lóð)
sje 20 álnir firir gilt smíði, sem eigandi leggur alt efni til í,
að draga frá 2 álnir firir gillingunni, ef hún fellur burtu.
Eftir því verður hlutfallið milli smiðalauna og verðmætis
silfursins ósmiðaðs, þegar ekki er gilt, sem 18: 36 eða sem
1:2, og kemur þetta alveg heim við ágiskun Jóns
Sigurðs-sonar.2)

Enn að öðru leiti er ímislegt að athuga við reikning
þeirra Munchs.

First það, að þeim ber ekki saman um, hve margir
penn-ingar hafi verið í eiri og munum vjer sína rök firir því, að
báðum hafi þar skjátlast.

Annað það, að hvorugur þeirra tekur neitt tillit til þess,
hve mikið silfrið hlitur að hafa rírnað, er það var skírt.

I þriðja lagi það, að vafasamt er, hvort allir bændur tóku
þátt i samskotunum eða að eins hinir auðgari bændur, þ. e.
þingfararkaupsbændur eða þeirra ígildi.

Munum vjer nú athuga þessi þrjú atriði, hvert firir sig.

1. Ekki er mjer kunnugt um, hverja heimild Jón
Sigurðs-son hefur haft firir því að telja 40 penninga í eiri. Arnljótur
Ólafsson var á sömu skoðun, enn ástæður þær, sem hann
færir firir henni, eru ekki fullnægjandi.3) Hann visar til þess,

’) Búalög aftan við Atla, Kh. 1834, 208. og 212. bls.
s) Sbr. NgL. III 14. bls. (10. gr. rjettarb. Eiríks konungs
Magnús-sonar frá 1282): Gullsmiðir skulu taka fyrir hverja slétt
smíðaða mörk, er þeir gera, hálfa mörk vegna, og
Mao-ody-Lund, Norges ekonomiske System 110.—112. bls. Hann
sínir, að ’/2 mörk vegin er = 1 mörk forngild = ’/s af skirri
mörk silfurs. Hjer eru því smíðalaunin ’/3 markar af skíru silfri
á hverja skíra mörk sljett smíði, og verður þá 1/1 ekki ofreiknað
á grafiö smíöi og upphleipt, sem hjer er eflaust um að ræða
(mun-urinn >/6).

») Tímar. h. ísl. Bmfjel. .XXV 7.-9, bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0373.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free