- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
362

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

352

296 UM SKATTBÆNDATA L 1311. 362

að Grágás telji á einum stað, þar sem hún talar um lögsilfur
hið forna, (Kh. II 192. bls. = Grág. Kh. 1883, 462. bls.), 60
penninga í eiri vegnum, enn á öðrum stöðum (Kb. I 192. og
204. bls., sbr. Sthb. 190. bls.) 10 penninga í eiri, og heldur
því fram, að á hinum síðar nefndu stöðum tákni »eyrir«
ekki eirisþunga af lögsilfri, heldur eiri vaðmála eða 6 álna
eiri, því að, ef átt væri við eiri veginn af lögsilfri, irði
af-leiðingin, að verð penninga hefði hækkað sexfalt, þar sem 10
penningar væri nú orðnir jafnháir að verði og 60 áður, enn
ef átt sje við eiri vaðmála, þá hafi verð penninga þó ekki
hækkað nema um þriðjung, þvi að í einum eiri lögsilfrs hafi
verið fjórir aurar vaðmála, og sje þá 40 penningar í eiri
lögsilfrs. í sambandi við þetta stingur hann upp á að skrifa
xl firir »lx« (þ. e. 40 firir 60) á þeim stað, þar sem Grág.
telur lx aura í eiri vegnum, og komi þá alt heim, svo að
verð penninga hafi hvorki hækkað nje lækkað. Enn þessi
skilningur, að eyrir á nefndum stöðum tákni eiri vaðmála,
verður ekki með neinu móti leiddur út úr orðum Grágásar.
A firri staðnum, þar sem Konungsbók telur 10 penninga í
eiri, (Kb. I 192) stendur svo: Penning skal hann (leysingi)
gefa goða þeim, er hann leiðir í lög; þat skal inn
tíundi hlutr eyris vera. Þetta gjald irði hlægilega lítið
og ekki bjóðandi goðanum (ekki nema 6/io úr vaðmálsalin),
ef hjer væri átt við 6 álna eiri. A síðari staðnum (Kb. I
204) segir svo (í niðurlagi Baugatals):

Þat er silfr sakgilt í baugum ok svá í þökum ok
þveitum, er eigi sé verra en var lögsilfr it forna,
þat er 10 penningar gera eyri ok meiri sé silfrs litr
áenmessingarokþoliskorokséjafntutanseminnan.

í sjálfu sjer virðist langlíklegast, að hjer sje um þingd
penninga, enn ekki beint um verðmæti þeirra að ræða, og
að eyrir sje hjer vogareining enn ekki verðeining, tákni,
með öðrum orðum, eirisþunga af lögsilfri, enn ekki 6 álna
eiri. Ef eyrir táknaði í þessu sambandi nokkuð annað enn
eiri lögsilfrs, þá hefði þurft að taka það beinlínis fram. Þessi
orð standa í niðurlagi Baugatals. Er því líklegt, að
penn-ingr þíði hjer sama og það sem á tveim öðrum stöðum í
Baugatali er nefnt >penningr veginnt.1) Enn þar sínir

>) Grág. Kb. I 195. bls. neðst, og bls. 20.11! (sbr. Sthb. 32. bls.).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0374.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free