- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
363

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

296 UM SKATTBÆNDATA L 1311.

363

veginn, að penningr táknar ákveðinn þunga í silfri og er
vogareining alveg eins og eyrir, enn 10 sinnum minni. Enn
hvernig stendur á þvi, að þessir staðir, sem nú vóru
til-greindir, telja 10 penninga i eiri, enn hinn (Kb. II 192. bls.)
60? Það kemur ekki af því, að penningar hafi hækkað eða
lækkað í verði, heldur af þvi að þeir vóru misþungir á
ímsum tímum, eftir þvi hvort fleiri eða færri penningar vóru
mótaðir úr einum eiri. fetta sannar saga penningasláttunnar
á Norðurlöndum, og mun jeg taka fram úr henni helstu atriði,
er hjer að lúta, og fer þar einkum eftir Schive, Norges
m0n-ter i middelalderen med indledning af Holmboe, Kria 1865,
enn hef þó haft hliðsjón af fleiri ritum, einkum ritgjörð eftir
þá Schive og Bredo Morgenstjerne i Kristiania Vidensk.-selsk.
forhandlinger 1876 nr. I.1)

Hin forna norsk-islenska mörk var nokkru ljettari enn
íslensk mörk nú á dögum. Sch.-M. telja hana 215,8 frönsk
grömm,8) og þvi filgi jeg hjer. Að vísu telur Fr. Macody
Lund hana 216,527 grömm, eða tæpu 1 grammi þingri, i riti
sínu Norges 0konomiske svstem, Kria 1909, á 14. bls., og
getur verið, að það sje rjettara, enn jeg fer þó eftir því, sem
þeir Sch.-M. telja, enda er munurinn svo lítill, að hann gerir
hvorki til nje frá i þessu sambandi.

Hinir elstu penningar, sem slegnir vóru á Norðurlöndum,
eru rnjög misþungir.3) Frá dögum Eiríks jarls Hákonarsonar
eru til 2 penningar, sem menn þekkja þingd á; vegur annar
1,897 gr.,4) sem svarar löé1/^ í mörk og 19,s í eiri. Hinn vegur
aftur á móti 2,026 gr.4) og ganga af slíkum IO6V2 á mörk,
eða 135/i6 á eiri. Frá dögum Ólafs skautkonungs hins sænska
hafa fundist margir penningar, mótaðir í Svíþjóð á firsta

’) Jeg kalla hjer á eftir bók Schive’s „NM." enn ritgjörðina „Sch.-M."

a) Sch.-M. 2. bls.

s) Sama er að segja um hina elstu peninga, sem mótaðir vóru i
Englandi. Þeir vega frá 14 „Troy"-vogar grains (0: O,0O664 frönsk
grömm) upp í 26 grains (o: l,683je fr. gr.); svarar þetta því, aö
af hinum ljettustu geri 238 penningar mörk, eða tæplega 30 sjeu
í eiri, enn af hinum þingstu komi 128 á mörkina, og eru þá 16
í eiri. Sjá NM. XVI. bls. neðanmáls. Penningar Eiríks blóðaxar,
sem vóru slegnir á Englandi, vega að meðaltali 1,3J1 fr. gr. og
eru þá 164,6 í mörk, eða 20,0 í eiri (NM. 2. bls.).

*) N. M. 7., abr. 30., bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0375.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free