- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
377

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

377 um skattbændátal 1311.



Til að vita, hve niikið silfrið rírnaði við skiringuna,
þurf-um vjer að vita dírleikshlutfallið milli skírs eða brends
silf-urs og lögsilfurs.

Vjer höfum áður drepið á þá grein Konungsbókar, er
lísir hinu bleika silfri, sem var gjaldgengt um það leiti, sem
kristni var lögtekin (Kb. II 192. bls. 245. kap.), og tilfært
greinina orðrjett. Þar var sínt, að þau orð í greininni, sem
skíra frá, hve margir penningar hefði verið slegnir úr eiri og
að alt hafi verið eitt, talið og vegið, væri menguð af
hug-mindum siðari tíma og hlíti að vera innskotsgrein eða
rang-minni, enn að hitt gæti verið fornt og trúanlegt firir þvi.
Að svo sje, stirkist af þvi, að lísing greinarinnar á hinu bleika
silfri kemur að efninu til alveg heim við lísing Baugatals,
eins og það er til vor komið í Konungsbók, á «lögsilfrinu
forna«, sem áður var getið. Silfrið skildi vera bleikt (sbr.
meiri litr silfrs en messingar í Baugatali), það skildi »halda
skor« (= þola skor Baugatal) og vera »meiri hluti silfrs*
(sbr. í Baugatali »meiri litr silfrs en messingar« og
»jafnt utan sem innan«). Það er því enginn efi á, að
þessi grein lisir samskonar silfri og Baugatal Konungsbókar,
«lögsilfrinu forna«, og lísir því rjett.

Um þetta silfur segir svo niðurlag greinarinnar, að
hundr-að silfurs af því hafi jafngilt »4 hundruðum og tveim tugum1)

’) 5essar 20 álnir umfram 4 hundruö rjett samsvara uppbót þeirri,
sem altaf var geflii, þegar vaömál vóru mæld. IJegar stikulögin
vóru lögleidd (um 1200), var ákveðið, að „leggja skildi
þumalfing-ur firir bverja stiku" (Grág. Stbb. 288. bls. Grág. Kh. ’l883, 427.
bls.), ji. e. gel’a j>umlungs uppbót á stikunni, og bjelst sá siður
fram undir siðbót að minsta kosti (Morðbrjefabæklingur
Guö-brands biskups 22. og 23. bls.). Aður mun uppbótin hafa verið
einn jjumlungur flrir liverja alin. fað sjest á því, að ekki
varð-aði þó að maður heföi rangan álnarkvarða, nema jjaö munaði
alin á hverjum 20 álnum (Grág. Kb. II 169. bls., sbr. -249. bls. í
Belgsdálsbók, Sthb. 262. bls.). Með því að 24 jjumlungar virðast
liafa verið í alin þá sem nú, kemur jiað alveg heim, að uppbótin
á 4 hundruðum (480) álna verður 20 álnir, ef hún er 1 þumlungur
„ . , /480 \

hrir hverja ( 04 = 20J. Dr. Valtýr Guömundsson hefur aö minni
kiggju misskilið þennan staö frá rótum í ritg. sinni um silfurverð
í Festskrift til L. F. A. Wimmer á 56.-59. bls., enn fær þó út
rjett dírleikshlutfall milli silfurs og vaðmála (1:4), og stendur
það hjer á mestu.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0389.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free