- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
379

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

379 um skattbændátal 1311.



silfri framan af 11. öldinni. Þessi mótbára drs. Valtýs hittir
þó að eins áðurnefnda staðhæfmg um penningasláttuna, sem
vjer höfum sínt að mundi vera innskotsgrein eða sprottin af
misminni, enn snertir als ekki annað efni greinarinnar, hvorki
lísinguna á lögsilfrinu að öðru leiti, nje heldur niðurlagsatriðið
um dírleikshlutfall »lögsilfurs« og vaðmála. Vjer höfum sínt,
að lísingin á »lögsilfrinu« muni vera rjett, af því að hún
kemur í öllu verulegu heim við Baugatal. Á móti
dírleiks-hlutfallinu 1 :4 hefur dr. V. G. ekki annað fram að færa enn
það, að menn hafi um 1000 ekki slegið penninga úr öðru
silfri enn skíru, en dírleikshlutfall þess hafi verið 1:8, og að
30 penningar, enn ekki 60 hafi verið slegnir úr eiri.
Hvort-tveggja þetta snertir að eins sláttuna, enn ekki efnið að öðru
leiti. Það er eins og dr. V. G. gleimi, að nokkurt annað
silfur hafi verið til enn mótaðir penningar. Baugatal og
Sandmúlafundurinn sínir þó og sannar, að gangsilfrið forna
var einkum og sjer í lagi fólgið í baugum og baugabrotum
og öðru ómótrðu silfri, og allar likur mæla með því að slikt
silfur hafi gengið mestmegnis á íslandi alla 10. öldina og
fram á 11. öld, þangað til farið var að móta penninga að
nokkru ráði í Noregi og annars staðar á Norðurlöndum.
Slikt silfur gat verið svo blandað, sem vera vildi, alveg án
tillits til þess, hvort blandað silfur var haft til sláttu eða ekki.
A. landnámsöldinni virðist það hafa verið tiltölulega skirt
(sbr. Sandmúlafundinn). Enn síðar, þegar silfrið í landinu
þverraði og hækkaði í verði, hafa menn farið að blanda það,
og hefur það þá að likindum verið nokkuð misjafnt, sumt
betra, sumt verra. Enn lísingin i Baugatali, »meiri silfurs
litur á enn messingar«, bendir til, að það hafi að jafnaði
verið mjög blandað, og liklega ekki meira enn áttlætt. Enn
hafi svo verið, þá var eðlilegt, að það væri svo sem helmingi
ódírara enn brent silfur.

Það vill nú og svo vel til, að Konungsbók er ekki ein
um söguna, að því er snertir dírleikshlutfall lögsilfurs og
vaðmála um 1000. Hjer má leiða sem vitni ísleif biskup,
sem var fæddur 1006, og enn fremur Gizur biskup og Teit,
sini hans, Markús lögsögumann Skeggjason og fleiri merka
menn, er uppi vóru í lok 11. aldar. í sáttmálanum milli
Olafs helga og íslendinga »Um rjett Noregs konungs á ís-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0391.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free