- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
394

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

394

SKÝRSLUR UM MÝVATNSELDA.

iðuglega hvar af það skeður, að það brunna grjót verður um
síðir so hátt upp af jörðinni. í þessu umgetna hlaupi eldsins
nálgaðist bruninn so mjög Reykjahlíð, að hann átti ekki heim
til bæarins meir en so sem fjórða part úr mílu; þann 19. og
20. sama mánaðar stöðvaðist eldurinn, sem næstur var
bæn-um kominn, og veik sínu rensli á annan veg, so eg með
mínu heimilisfólki settumst að aftur þar vær vorum allareiðu
til búin burt af bænum flýja. Pessi jarðarbruni, sem þá skeði
og næst þar fyrir skeð hafði, er á lengð frá norðri til suðurs
ei meira en 4 mílur danskar, en á breidd aðskiljanlegt,
sum-staðar hérum 2 mílur, l1/»—1—V2 etc- mikla bál, sem

uppgengur af eldpyttunum í loftið, gjörir þann eldlega blossa
og fulgura í skýunum, sem langt i burtu sýna sig yfir
fjar-lægum bygðum og héruðum.

So continueraði þessi eldsbruni frá nefndu dato (en þó
miklu bærilegar en í fyrstu áhorfðist), allt til þess 30. Januarii
Anno 1729 um morguninn, þá spjó fjallið Leirhnúkur (sem
nú er allt brunnið og komið í hraun) út af þeim stóra
eld-pytti þar í fjallinu, sem áður er nefndur, yfirmáta miklum
og ógnarlegum eldi (eldlegu glóandi grjóti), sem rann og
brann uppá nýtt því ákaílegar sem hann náði framgöngu yfir
þá terminos og takmörk guð hafði honum áður sett um
nokk-urn tíma, allt þar til hann íleygði sér so sem hart rennandi
vatnsfall inn í bygðina þann 6. dag Julii sama árs, þá flúði
eg, Jón Sæmundsson prestur, frá bújörð minni Reykjahlíð og
kirkjunni, sem þyngra er frá að segja, með mína háöldruðu
foreldra, konu, börn og þjónustufólk, mátti so nauðugur
vilj-ugur eptir skilja eldinum kirkjuna, bæinn, heyin og annan
búskap, sem ekki burt náðist; hafði eg þá engan bústað né
heimili heldur en einn húsviltur maður, alt þar til eg hjá
einum bónda hér við Mývatn fékk húsnæði. Dag frá degi
útvíkkaði sig eldurinn, so þrir bæir nærri Reykjahiíð
foreydd-ust, en fólkið fyrir guðs náð komst í burtu, varð samt eptir
að skilja bæði hús og hey.

Þann 7. Augusti hljóp eldurinn heim á bæinn Reykjahlíð,
þá þorði enginn maður þar nærri að koma og hefði ekki
heldur að þorað vegna þeirra hræðilegu undra, sem þar á
gengu, því eldsins ógnarlegi dunur var so mikill, so sem hann
vildi gjörvalt í sig svelgja, en jörðin titraði og skalf, so sem
hún væri laus og vildi umbyltast, síðan brann í þessu bili

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0406.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free