- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
395

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

395 SKÝRSLUR UM MÝVATNSELDA.

jörðin Reykjahlíð: hús og tún, og jarðeldurinn hljóp alt að
kirkjugarðinum. Stóð þessi bruni þá á sér um nokkra daga,
alt til þess 27. Augusti, þá brann og hljóp eitt glóandi hraun
í kringum kirkjuna, stóð hún þá enn ósködduð innan í
þess-um eldhring alt til þess 15. september næstkoniandi, þá
kólnaði það glóandi grjót að ofanverðu, og varð sem ein
grjótskán yfir eldinum, þá komust menn yfir hringinn og tóku
burt alla kirkjunnar viðu og hennar materialia. Þegar það
brennandi og rennandi grjót kom í Mývatn sjálft, þá megnaði
ekki vatnið að slökkva eldinn, heldur mátti endilega so sem
flýja fyrir honum og hans grimdarlega ágangi, so hann
upp-þurkaði allan botn og grundvöll vatnsins og hleypti þar yfir
aftur brennandi grjóti og hrauni, sem marga faðma strekkir
sig hátt í loptið og hefir með þessu móti miklum hluta af
Mývatni foreytt að norðaustanverðu. Á siðustu dögum
sep-tembris mánaðar sloknaði jarðeldurinn við Mývatn, so hann
brendi þá ekki meir út frá sér; samt uppgengur af þeirri
brunnu jörð (sem nú er allteinar stórar grjóthæðir, hraun og
klungur) mikill reykur og hitadampi, so endilega er þar enn
öú eldligur hiti niður í undir, so mann veit ekki nema þá
eða þá springi eldurinn upp aptur. Guð veit það! Er þá og
líka öll þessi sveit og bæir við Mývatn í veði fyrir mannanna
augum. Guð vægi oss náðarsamlega i Jesú nafni og varðveiti
frá tímanlegri og eylífri fordjörfun. Þessi tvö jarðbrunans
áhlaup þau síðustu alt til dato, hef eg, Jón Sæmundsson
prestur, uppteiknað, samantekið og ásamt nokkrum mínum
sóknarmönnum hér undir skrifuðum vitna þetta so til gengið.
Skútustöðum við Mývatn d. 27. Septembr. Anno 1729.

Jón Sæmundsson. Ingjaldur Jónsson.

Einar Jónsson. Ólafur Leifsson.

Halldór Ingjaldsson. Ásmundur Haldórsson.

Guðmundur Guðmundsson. Þorlákur Einarsson.

Halldór Halldórsson.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0407.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free